Knight and Day

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Knight and Day er bandarísk gamanmynd með rómantísku ívafi frá árinu 2010 sem James Mangold leikstýrði. Tom Cruise og Cameron Diaz fara með aðalhlutverk í myndinni sem fjallar um unga konu sem lendir í slagtogi með leyniþjónustumanni sem hefur komist að þeim bitra sannleika að hann muni líklega ekki lifa af sitt síðasta verkefni. Þeirra markmið er þó það að reyna að halda lífi og þau uppgötva að það eina sem þau geta stólað á er hvort annað. [1] Myndin kom út þann í 23. júní 2010 í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og þann 8. júlí á Íslandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. http://wayback.vefsafn.is/wayback/20100402014730/kvikmyndir.is/KvikmyndirMovie/entry/movieid/5929
  Þessi dægurmenningagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.