Beðið eftir barni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

What to Expect When You're Expecting er bandarísk kvikmynd sem Kirk Jones leikstýrir en handritið er skrifað af Shauna Cross. Cross byggði handritið lauslega á samnefndri meðgönguhandbók eftir Heidi Murkoff, sem selst hefur í 16 milljónum eintaka í Bandaríkjunum og hefur komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu Beðið eftir barni (2010).

Í myndinni fléttast saman sögur fjögurra para sem öll eiga von á sínu fyrsta barni og er því lýst hvernig líf þeirra breytist við meðgöngu og fæðingu. Á meðal leikara eru Elizabeth Banks, Anna Kendrick, Chris Rock, Jennifer Lopez, Cameron Diaz og Chace Crawford í þeim hópi. Myndin verður frumsýnd þann 11. maí 2012 í Bandaríkjunum.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.