Beðið eftir barni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chace Crawford, Brooklyn Decker, leikstjórinn Kirk Jones og Elizabeth Banks á forsýningu Beðið eftir barni árið 2012 í New York.

What to Expect When You're Expecting er bandarísk kvikmynd sem Kirk Jones leikstýrir en handritið er skrifað af Shauna Cross. Cross byggði handritið lauslega á samnefndri meðgönguhandbók eftir Heidi Murkoff, sem selst hefur í 16 milljónum eintaka í Bandaríkjunum og hefur komið út í íslenskri þýðingu undir nafninu Beðið eftir barni (2010).

Í myndinni fléttast saman sögur fjögurra para sem öll eiga von á sínu fyrsta barni og er því lýst hvernig líf þeirra breytist við meðgöngu og fæðingu. Á meðal leikara eru Elizabeth Banks, Anna Kendrick, Chris Rock, Jennifer Lopez, Cameron Diaz og Chace Crawford í þeim hópi. Myndin verður frumsýnd þann 11. maí 2012 í Bandaríkjunum.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.