The Mask

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

The Mask er bandarísk grínmynd frá árinu 1994 sem Chuck Russell leikstýrði. Myndin er byggð á samnefndum myndasögum og er framleidd af New Line Cinema. Jim Carrey fer með aðalhlutverkið í myndinni sem Stanley Ipkiss og Cameron Diaz leikur kynbombu myndarinnar, Tinu Carlyle, sem stelur hjarta Stanleys. Carrey var tilnefndur til Golden Globe-verðlauna fyrir hlutverk sitt í myndinni og myndin sjálf var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu tæknibrellurnar.