The Sweetest Thing
The Sweetest Thing | |
---|---|
Leikstjóri | Roger Kumble |
Handritshöfundur | Nancy Pimental |
Framleiðandi | Cathy Conrad |
Leikarar | Cameron Diaz Selma Blair |
Frumsýning | 12. apríl 2002 2. ágúst 2002 |
Lengd | 88 mín. |
Tungumál | enska |
Aldurstakmark | 12 ára |
Ráðstöfunarfé | $43.000.000 |
The Sweetest Thing er bandarísk gamanmynd með rómantísku ívafi frá árinu 2002 sem Roger Kumble leikstýrði.
Söguþráður
[breyta | breyta frumkóða]Christina Walters og Courtney Rockcliffe, tvær af heitustu partíljónunum í San Francisco, reyna að hugga herbergisfélaga þeirra Jane Burns sem er í ástarsorg með því að taka hana með þeim út á lífið. Christina hittir Peter Donahue um kvöldið og verður yfir sig ástfangin af honum um leið. Peter er trúlofaður en Christina misskilur hann og heldur að það sé bróðir hans sem ætlar að fara að gifta sig. Eftir kvöldið er liðið ákveður Courtney að hjálpa Christinu að finna Peter aftur með því að fara í ferð frá San Francisco til Somersets, þar sem brúðkaupið á að eiga sér stað. Þegar þær mæta á áfangastað komast þær að því að Peter er í raun brúðguminn. Á meðan athöfnin á sér stað játa Peter og unnusta hans að þau elski hvorugt hvort annað og ættu ekki að giftast. Nokkrum mánuðum seinna er Christina enn í ástarsorg eftir að hafa tapað Peter þó að Courtney og Jane séu báðar komnar í ný ástarsambönd. Eitt kvöld, þegar stelpurnar koma heim eftir að hafa verið á djamminu finna þær Peter sofandi fyrir framan dyrnar hjá þeim. Hann segir Christinu að hætt hafði verið við brúðkaupið og þau hefja samband og giftast síðan.
Leikendur
[breyta | breyta frumkóða]- Cameron Diaz sem Christina Walters
- Christina Applegate sem Courtney Rockcliffe
- Selma Blair sem Jane Burns
- Thomas Jane sem Peter Donahue
- Frank Grillo sem Andy
- Jason Bateman sem Roger Donahue
- Eddie McClintock sem Michael
- Lillian Adams sem Frida frænka
- James Mangold sem Dr. Greg