Mirror

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mirror á siglingu.

Mirror er vinsæl flatbotna einmenningskæna hönnuð af breska skútuhönnuðinum Jack Holt og sjónvarpsmanninum Barry Bucknell árið 1962. Hún heitir eftir breska dagblaðinu Daily Mirror sem styrkti verkefnið. Þeir notuðu nýja tækni við smíðina sem fólst í því að hefta og líma saman krossviðarborð. Hönnunin miðaðist við að hægt væri að smíða kænuna með einföldum verkfærum. Hún er til dæmis með flötu stefni sem gerir hana auðveldari í smíðum. Upphaflega var hún með gaffalsegl en nú orðið er algengara að notast við bermúdasegl og álmastur.