Fara í innihald

Enterprise (kæna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Enterprise.

Enterprise er fjögurra metra löng tvímenningskæna hönnuð af breska skútuhönnuðinum Jack Holt árið 1956. Hún er opin með flotholt undir bekkjum og einkennandi blá segl. Hún er fremur óstöðug miðað við bát af þessari stærð og notast sjaldnast við belgsegl. Hún er einkum vinsæl í Bretlandi. Enterprise er alþjóðleg keppnisgerð viðurkennd af Alþjóða siglingasambandinu.