Europe (kæna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Europe-kæna á siglingu.

Europe eða Evrópukæna er einmenningskæna með eitt segl sem belgíski bátahönnuðurinn Alois Roland hannaði fyrst árið 1960 sem útgáfu af Moth. Síðar þróaðist hönnunin og Europe varð til sem sérstakur hönnunarflokkur.

Europe miðast við 50-75kg þungan siglingamann. Bolurinn er úr trefjagleri og vegur 45 kíló. Hún er með keilulaga stefni og sveigðan botn. Seglið er úr dakroni og mastrið úr koltrefjum.

Europe var tekin upp sem ólympíubátur fyrir kvennaflokk á sumarólympíuleikunum 1992. Á ólympíuleikunum 2008 var þeim skipt út fyrir Laser Radial.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]