Fara í innihald

420 (kæna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
420-keppni

420 er 4,2 metra löng tvímenningskæna hönnuð af franska skútuhönnuðinum Christian Maury árið 1958. Báturinn er hannaður fyrir tvo unga siglingamenn samtals 110-130 kg að þyngd. Þessi kæna er notuð sem þjálfunarbátur fyrir 470. Báturinn er stöðugur og þolir siglingu í miklum vindi og öldugangi.

Árið 2007 tók 29er við af þessari gerð sem tvímenningskæna fyrir ungt fólk á ISAF Youth Worlds-móti Alþjóða siglingasambandsins.