Fara í innihald

Laser

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Um tegund rafsegulgeislunar, sjá leysi.
Laser með standard-segl.

Laser er ein af vinsælustu kænum heims og er m.a. keppt á henni á Ólympíu­leikunum. Báturinn hentar ágætlega fyrir unglinga eftir að þeir eru orðnir of gamlir til að sigla Optimist-kænum, þá sérstaklega vegna þess að hægt er að setja á hann þrjú mismunandi segl allt eftir þyngd, aldri og getu þess sem siglir honum. Seglin þrjú eru standard-segl, radial-segl og 4,7-segl. Laser er líkt og Optimist aðeins með einu segli og aðeins ætlaður fyrir einn einstakling, en báturinn er um 4,21 m að lengd og vegur 60 kíló án seglabúnaðar.

Laser varð Ólympíubátur fyrir Sumarleikana 1996. Upphaflega var aðeins keppt í karlaflokki en 2008 var keppt í kvennaflokki á laser með minni radial-seglum.

Á Íslandi hefur verið keppt í Laser-flokki í kænukeppnum frá árinu 1980. Hafsteinn Ægir Geirsson keppti í þessum flokki fyrir Íslands hönd á Sumarleikunum 2000 og 2004 og lenti þar í 42. og 40. sæti.