Elliott 6m
Útlit
Elliott 6m er sex metra langur þriggja manna opinn kjölbátur hannaður af nýsjálenska skútuhönnuðinum Greg Elliott árið 2000. Þessi gerð hefur verið valin sem keppnisbátur fyrir tvíliðakeppni í kvennaflokki í siglingum fyrir Sumarólympíuleikana 2012 í staðinn fyrir Yngling. Hönnun bátsins hefur þó verið breytt fyrir ólympíuleikana þannig að seglaflötur hefur verið minnkaður.
Elliott var áður með sleðann fyrir stórskautið á stýrisbitanum þannig að ekkert væri fyrir áhöfninni á sjálfu þilfarinu en í nýrri hönnun bátsins er sleðinn framar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Elliott 6m.