Fara í innihald

J/70

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
J/70

J/70 er 7 metra (22,75 feta) kjölbátur með fellikili, ellefu feta löngu þilfari og lítilli káetu að framan. Hann er með útdraganlegu bugspjóti fyrir gennaker. Hann er gerður fyrir 3-5 manna áhöfn. J/70 er framleiddur af bandaríska fyrirtækinu J/Boats með höfuðstöðvar í Newport á Rhode Island. Báturinn kom fyrst á markað árið 2012 og hefur síðan þá náð nokkrum vinsældum sem kappsiglingabátur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.