Zoom 8

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Zoom 8

Zoom8 er lítil átta feta (2,65m) löng einmenningskæna hönnuð fyrir börn og unglinga. Hún var hönnuð af finnsk-sænska skútuhönnuðinum Henrik Segercrantz árið 1991 og hugsuð sem millistig milli Optimist-kænunnar og stærri kænugerða eins og Europe. Hún er vinsæl í Norður-Evrópu, einkum í Svíþjóð og Danmörku.

Zoom8 hlaut viðurkenningu sem alþjóðleg keppnisgerð árið 2003.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]