Vaurien
Útlit
Vaurien er 4,08 metra löng ódýr tvímenningskæna með einföldum seglbúnaði. Þessi kæna var hönnuð af Jean-Jacques Herbulot og kynnt á bátasýningu í París árið 1952. Á þeim tíma var hún kynnt með því að hún kostaði jafnmikið og tvö reiðhjól.
Vaurien vegur tæp 100kg og er mjög stöðug með einfaldan reiða sem gerir hana að vinsælum byrjendabát.