Byte (kæna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Byte

Byte er tólf feta (3,7m) löng einmenningskæna úr glertrefjum framleidd af PS2000 í Kanada og af Topper Sailboats í Bretlandi áður en þeir hættu framleiðslu glertrefjabáta. Byte er hönnuð fyrir einn siglingamann sem vegur 54-66kg. Hún er með eitt stórsegl og ekkert framsegl og er þannig einföld í meðförum. Þessi gerð er einkum vinsæl í Bandaríkjunum og Kanada.