Fara í innihald

Stefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stefni (einnig kallað framstefni og stundum nef) er heiti á fremsta hluta skipsskrokks. Einnig er til afturstefni, en það er skuturinn aftanverður (og þá oft í laginu eins og stefni). Stór (flutninga)skip hafa gjarnan perulaga stefni, s.k. perustefni, sem minnkar eldsneytiseyðslu.

Orð tengd stefni

[breyta | breyta frumkóða]
  • gægja er lot á báti.
  • hnísa er á mótum stefnis og kjalar.
  • kylfa var í íslensku fornmáli haft um efsta hluta skipsstefnis.
  • lot (einkum haft í fleirtölu) er bugurinn neðst á stefni og skut báta framan og aftan kjalar. Annars útskýrt aðeins sem halli á stefni.
  • sax er efsti hluti skipsstefnis. Í fleirtölu (söx) er afturámóti átt við fremsta rúm í skipi.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.