Fara í innihald

Gaffalsegl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þrímastra skonnorta með þrjú gaffalsegl og tvo gaffaltoppa.

Gaffalsegl er ferhyrnt rásegl sem beitt er langsum og haldið er uppi af rá sem nefnist gaffall. Gaffallinn er hífður upp með tveimur dragreipum þar sem annað er við mastrið en hitt (upphalarinn) stjórnar hallanum á gafflinum. Stundum er lítið toppsegl, gaffaltoppur, dregið upp fyrir ofan gaffalinn. Þessi tegund segla var algeng á afturmastri (messansiglu). Þar sem gaffalsegl eru mjög meðfærileg, auðvelt að venda og hægt að sigla með þeim beitivind, tóku þau smám saman við af þverseglum á minni bátum.

Skonnortur eru með gaffalsegl á öllum möstrum.