Contender
Jump to navigation
Jump to search
Contender er hraðskreið einmenningskæna hönnuð af ástralska skútuhönnuðinum Bob Miller (sem síðar kallaði sig Ben Lexcen) árið 1967. Upphaflega var hún hugsuð sem mögulegur staðgengill Finn-kænunnar á Sumarólympíuleikunum 1968. Contender er með masturstaug sem siglingamaðurinn getur hangið í til að beita meiri þyngd gegn hliðarátakinu í seglin.