Dart 18
Jump to navigation
Jump to search
Dart 18 er 18 feta (5,5 metra) löng tvímenningstvíbytna úr glertrefjum hönnuð árið 1975 af enska skútuhönnuðinum Rodney March sem líka hannaði Tornado-tvíbytnuna. Dart 18 er ekki með fellikjöl eins og Tornado heldur ugga aftarlega á skrokkunum. Dart 18 er með eitt fullsprekað stórsegl og fokku með tveimur stuttum sprekum. Masturstaug er fyrir annan siglingamanninn.