Fara í innihald

RS:X

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
RS:X fremst á mynd

RS:X er seglbretti framleitt af Neil Pryde. Það var valið sem ólympíubretti af Alþjóðlegu ólympíunefndinni fyrir Sumarólympíuleikana 2008. Það tók við af Mistral One Design sem var ólympíubretti frá Sumarólympíuleikunum 1996 til 2012 en það ár tilkynnti Alþjóða siglingasambandiðflugdrekabretti myndi taka við af seglbrettum á Ólympíuleikunum í Ríó 2016.

RS:X er framleitt með tvenns konar búnaði þar sem annar er fyrir karla og hinn fyrir konur. Lengd brettisins er alltaf 286 sm og rúmmál 220 lítrar, en seglaflötur er 9,5m² hjá körlum en 8,5 m² hjá konum og lengd mastursins er 560 sm hjá körlum en 490 sm hjá konum.