RS Feva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
RS Feva XL.

RS Feva er tólf feta (3,6 metra) löng tvímenningskæna hönnuð af enska skútuhönnuðinum Paul Handley árið 2002. Báturinn er vinsæll keppnisbátur fyrir unga siglingamenn. Hann er ýmist búinn fullsprekuðu bermúdasegli, fokku og gennaker (RS Feva XL) eða einu ósprekuðu stórsegli (RS Feva S).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]