505 (kæna)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tvær 505-kænur.

505 er 5,05 metra löng tvímenningskæna með trapisu. Þessi kæna var hönnuð af John Westell árið 1954 fyrir franskt siglingafélag. Hönnunin byggir á hönnun stærri báts, Coronet, sem Westell hannaði sem hraðskreiðan ólympíubát. Hönnun Coronet var full af nýjungum sem þá voru að ryðja sér rúms í kænusiglingum, en þrátt fyrir að hann reyndist hraðskreiðasti báturinn í prófunum í La Baule 1953 hlaut hann ekki náð fyrir augum nefndarinnar sem valdi Flying Dutchman í staðinn sem næsta ólympíubát. Frakkarnir sem höfðu séð prófanirnar í La Baule heilluðust hins vegar svo af bátnum að þeir báðu Westall um að hanna minni bát með sömu eiginleika.

505 er hönnunarflokkur þar sem bátslagið og seglabúnaður eru vandlega skilgreind en aðrir hlutar reiðans eru frjálsari sem auðveldar aðlögun bátsins að siglingamanninum. 505 hlaut viðurkenningu Alþjóða kappsiglingasambandsins sem alþjóðleg keppnisgerð árið 1955.