Jack Holt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jack Holt (1912-1995) var breskur skútuhönnuður frá London sem átti mikinn þátt í að gera kænusiglingar vinsælar á árunum eftir síðari heimsstyrjöld með hönnun ódýrra báta úr krossviði.

Holt hannaði eða tók þátt í hönnun yfir 40 bátsgerða. Meðal þeirra þekktustu eru Mirror, Cadet, Enterprise, GP14 og International 14.