Fara í innihald

Lightning

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Teikning af Lightning

Lightning er nítján feta (tæplega sex metra) löng þrímenningskæna hönnuð af bandaríska skútuhönnuðinum Olin Stephens árið 1938. Hún er búin bermúdasegli, fokku og belgsegli. Skrokkurinn er 320 kg að þyngd og kjölurinn einn er 60 kg, smíðaður úr stáli, þannig að báturinn nálgast það að vera stöðugur eins og lítill kjölbátur með kjölfestu.