1821
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCXXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1821 (MDCCCXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 19. desember - Eldgos í Eyjafjallajökli. Úr gosinu dró fljótt eftir nýár en þó varð öðru hverju vart við öskufall allt næsta ár. Gosinu er talið hafa lokið endanlega í ársbyrjun 1823.
- Bjarni Thorsteinsson varð amtmaður í Vesturamti.
- Fyrsta bindið af Árbókum Espólíns kom út.
- Fyrst haldið sundnámskeið á Íslandi.
- Arnarstapi missti kaupstaðaréttindi.
Fædd
Dáin
- 5. apríl - Sæmundur Magnússon Hólm, prestur á Helgafelli.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - James Monroe hóf annað kjörtímabil sitt sem forseti Bandaríkjanna.
- 25. mars - Grikkland lýsti yfir sjálfstæði frá Ottómanaveldinu. Gríska frelsisstríðið hófst.
- 24. júní - Venesúela varð sjálfstætt ríki.
- 19. júlí - Georg 4. var krýndur konungur Bretlands.
- 28. júlí - Perú lýsti yfir sjálfstæði.
- 10. ágúst - Missouri varð 24. fylki Bandaríkjanna.
- 30. ágúst - Lýðveldið Stóra Kólumbía (nú Venesúela, Kólumbía, Panama og Ekvador) var stofnað. Simón Bólivar varð forseti þess. Panama gekk í lýðveldið í nóvember.
- 11. september - Grískir uppreisnarmenn stráfelldu alla Tyrki og Gyðinga í bænum Trípólí í Grikklandi.
- 15. september – Gvatemala, El Salvador, Hondúras, Níkaragva og Kosta Ríka fengu sjálfstæði frá Spáni.
- 27. september - Mexíkó fékk sjálfstæði.
- Louis Braille hóf að þróa blindraletur.
- Ríkið Líbería stofnað af bandarískum þrælum sem höfðu fengið frelsi.
- Enska dagblaðið The Guardian var stofnað.
Fædd
- 3. febrúar - Elizabeth Blackwell, fyrsta bandaríska konan sem lauk læknisprófi (d. 1910).
- 17. febrúar - Lola Montez, írsk-spænsk dansmær og hjákona Lúðvíks konungs af Bæjaralandi (d. 1861).
- 14. mars - J. J. A. Worsaae, danskur fornleifafræðingur og sagnfræðingur (d. 1885).
- 19. mars - Richard Francis Burton, breskur landkönnuður og rithöfundur (d. 1890).
- 9. apríl - Charles Baudelaire, franskt ljóðskáld (d. 1867).
- 8. maí - Gustave Flaubert , franskur rithöfundur (d. 1880).
- 8. maí - William Henry Vanderbilt, bandarískur viðskiptajöfur (d. 1885).
- 21. ágúst - Louis Vuitton, franskur tískuhönnuður (d. 1892).
- 11. nóvember - Fjodor Dostojevskíj, rússneskur rithöfundur (d. 1881).
- 25. desember - Clara Barton, fyrsti forseti bandaríska Rauða krossins. (d. 1912).
Dáin
- 23. febrúar - John Keats, enskt skáld (f. 1795).
- 5. maí - Napóleon Bónaparte, fyrrverandi keisari Frakklands (f. 1769).