Blindraletur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hér má sjá franska orðið ⠏⠗⠑⠍⠊⠑⠗ („premier“, Franska fyrir „fyrsti“) ritað með blindraletri.

Blindraletur er ritmál sem blindir nýta sér til þess að lesa og skrifa. Það var hannað af frakkanum Louis Braille árið 1821. Hver stafur samanstendur af sex punktum sem raðað er í tvo dálka og mynda þannig ferhyrning. Punktarnir eru ýmist flatir eða upphleyptir og hefur því hvert tákn sextíu-og-fjórar (26) birtingamyndir, þar með talið tákn þar sem engir punktar eru uppleyptir. Táknin eru lesin með fingurgómi, sem strokið er yfir textann. Táknunum má lýsa með því að nefna upphleyptu punktana. Fyrri dálkurinn geymir punkta 1 – 3 og sá seinni punkta 4 – 6. Til dæmis myndu punktar 1-3-4 mynda tákn með þremur upphleyptum punktum, þ.e. bæði efsti og neðsti punkturinn í vinstri dálkinum og efsta punktinum í þeim hægri. Á milli hverra lína af blindraletri er bil, rétt eins og í hefðbundu ritmáli, sem auðveldar lesandanum að greina á milli þeirra. Greinamerki eru táknuð með þar-til-gerðum táknum.

Blindraletur er byggt að samskiptamáta sem Charles Barbier þróaði fyrir Napóleon. Napóleon hafði óskað eftir dulmáli sem gerði hermönnum hans kleift að hafa hljóðlát samskipti að næturlægi án þess að nota ljós og var það nefnt nátt-mál. Kerfi Barbier var of flókið fyrir hermennina, og var hafnað af hernum. Árið 1821 hitti hann Luis Braille í miðstöð blindra í París, Frakklandi. Braille kom auga á aðal-galla kerfisins, þ.e. að ómögulegt var að lesa hvert tákn án þess að færa fingurinn, sem erfiðaði samfelldan lestur. Lausn Braille fólst í sex-punkta kerfinu sem gjörbylti skrifuðum samskiptum blindra.

Íslenska blindraletrið[breyta | breyta frumkóða]

Caractère braille Signification
a
á
b
c (mots étrangers et noms propres)
d
ð
e
é
f
g
h
i
í
j
k
l
m
n
o
ó/ö
p
q (mots étrangers et noms propres)
r
s
t
u
ú
v
w (mots étrangers et noms propres)
x
y
ý
þ
æ

See also[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist