Blindraletur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hér má sjá franska orðið ⠏⠗⠑⠍⠊⠑⠗ („premier“, franska fyrir „fyrsti“) ritað með punktaletri.

Blindraletur (líka nefnt punktaletur eða Braille) er ritmál sem blindir og sjónskertir nýta sér til þess að lesa og skrifa. Það var hannað af Frakkanum Louis Braille árið 1821. Hver stafur samanstendur af sex punktum sem raðað er í tvo dálka og mynda þannig ferhyrning. Punktarnir eru ýmist flatir eða upphleyptir og hefur því hvert tákn sextíu-og-fjórar (26) mögulegar birtingamyndir, þar með talið tákn þar sem engir punktar eru uppleyptir. Táknin eru lesin með því að strjúka fingurgómnum yfir textann. Punktarnir hafa númer og þannig er hægt að lýsa táknunum, fyrri dálkurinn geymir punkta 1 til 3 og sá seinni punkta 4 til 6. Til dæmis myndu punktar 1-3-4 mynda tákn með þremur upphleyptum punktum, þ.e. bæði efsti og neðsti punkturinn í vinstri dálkinum og efsta punktinum í þeim hægri. Stafirnir hafa bil á milli sín og greinamerki hafa sér tákn.

Punktaletur má rekja til leturs sem Charles Barbier útbjó fyrir Napóleon. Napóleon hafði óskað eftir dulmáli sem gerði hermönnum hans kleift að geta átt samskipti að næturlægi án þess að nota ljós og var það nefnt „náttmál“, en hermönnunum þótti kerfið allt of flókið. Árið 1821 kynntist Barbier honum Louis Braille í París. Kerfið hans Barbiers notaði 12 punkta, svo að það var ekki hægt að lesa staf án þess að þreifa svolítið um, Braille leysti það vandamál með sex punkta kerfinu sínu.

Íslenska punktaletrið[breyta | breyta frumkóða]

Íslenska punktaletrið er það sama og notað er í Skandínavíu, að viðbættum nokkrum séríslenskum stöfum. Ö notar sama staf og hið danska ø. Norrænu punktaletrin eiga öll rætur sínar að rekja til franska punktaletursins.

Braille A1.svg
a
Braille Å.svg
á
Braille B2.svg
b
Braille C3.svg
c
Braille D4.svg
d
Braille Û.svg
ð
Braille E5.svg
e
Braille È.svg
é
Braille F6.svg
f
Braille G7.svg
g
Braille H8.svg
h
Braille I9.svg
i
Braille Ê.svg
í
Braille J0.svg
j
Braille K.svg
k
Braille L.svg
l
Braille M.svg
m
Braille N.svg
n
Braille O.svg
o
Braille Ô.svg
ó
Braille P.svg
p
Braille Q.svg
q
Braille R.svg
r
Braille S.svg
s
Braille T.svg
t
Braille U.svg
u
Braille Ï.svg
ú
Braille V.svg
v
Braille W.svg
w
Braille X.svg
x
Braille Y.svg
y
Braille AND.svg
ý
Braille Z.svg
z
Braille Ë.svg
þ
Braille Ä.svg
æ
Braille Ö.svg
ö
Braille Apostrophe.svg
.
Braille QuestionMark.svg
?
Braille É.svg
@
Braille DecimalPoint.svg
%
Braille Apostrophe.svg
.
Braille Comma.svg
,
Braille ContractionPrefix.svg
Braille Semicolon.svg
 ;
Braille Colon.svg
 :
Braille Period.svg
.
Braille ExclamationPoint.svg
 !
Braille QuestionMark.svg
 ?
Braille QuoteClose.svg
Braille Asterisk.svg
*
Braille ST.svg
/
Braille Hyphen.svg
-
Braille Hyphen.svg Braille Hyphen.svg
Braille Bracket.svg Braille NULL.svg Braille Bracket.svg
„   ...   “
Braille ContractionPrefix.svg Braille NULL.svg Braille ContractionPrefix.svg
‚    ...    ‘
Braille QuoteOpen.svg Braille NULL.svg Braille QuoteClose.svg
(    ...    )
Braille À.svg Braille NULL.svg Braille Ù.svg
[    ...    ]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist