„Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
gengisvísitala hækkar = krónan lækkar
Bumbuhali (spjall | framlög)
clean up, typos fixed: ennfremur → enn fremur, þ.á.m. → þ.á m. using AWB
Lína 31: Lína 31:


{{aðalgrein|Lausafjárkreppan 2007-2008}}
{{aðalgrein|Lausafjárkreppan 2007-2008}}
Lausafjárkreppan 2007-2008 er alþjóðleg efnahags[[kreppa]] sem hefur einkennst af [[tap|töpum]] á rekstri, [[greiðslustöðvun]]um og [[gjaldþrot]]um hjá stórum bönkum og fjármálastofnunum í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og í [[Evrópa|Evrópu]]. Hana má rekja til [[undirmálslánakrísan|undirmálslánakrísunnar]] svonefndu í Bandaríkjunum en þá er átt við fjölda húsnæðislána sem lánþegar gátu ekki endurgreitt sem varð til þess að stórir bandarískar fjármálastofnanir þ.á.m. [[Indymac Federal Bank]], [[Fannie Mae]] og [[Freddie Mac]], [[Lehman Brothers]], [[AIG]], [[Merrill Lynch]], o.fl. lentu í miklum skakkaföllum. Bankar í Evrópu og víðar hafa átt í vanda við að útvega sér lausafé í a.m.k. eitt ár, fyrsti bankinn sem varð gjaldþrota var breski bankinn [[Northern Rock]], í september 2007. Þetta hafði einnig áhrif á íslenska efnahagskerfið.
Lausafjárkreppan 2007-2008 er alþjóðleg efnahags[[kreppa]] sem hefur einkennst af [[tap|töpum]] á rekstri, [[greiðslustöðvun]]um og [[gjaldþrot]]um hjá stórum bönkum og fjármálastofnunum í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og í [[Evrópa|Evrópu]]. Hana má rekja til [[undirmálslánakrísan|undirmálslánakrísunnar]] svonefndu í Bandaríkjunum en þá er átt við fjölda húsnæðislána sem lánþegar gátu ekki endurgreitt sem varð til þess að stórir bandarískar fjármálastofnanir þ.á m. [[Indymac Federal Bank]], [[Fannie Mae]] og [[Freddie Mac]], [[Lehman Brothers]], [[AIG]], [[Merrill Lynch]], o.fl. lentu í miklum skakkaföllum. Bankar í Evrópu og víðar hafa átt í vanda við að útvega sér lausafé í a.m.k. eitt ár, fyrsti bankinn sem varð gjaldþrota var breski bankinn [[Northern Rock]], í september 2007. Þetta hafði einnig áhrif á íslenska efnahagskerfið.


== Efnahagskreppa ==
== Efnahagskreppa ==
Lína 52: Lína 52:
===Óánægja hluthafa og stjórnenda===
===Óánægja hluthafa og stjórnenda===


Daginn eftir voru sýnd viðtöl í [[RÚV]] og á [[Stöð 2]] við [[Jón Ásgeir Jóhannesson]], aðaleiganda [[Stoðir|Stoða]] sem var [[kjölfestufjárfestir]] í Glitni með 32% hlut. Jón sagði erlenda banka hafa lokað fyrir lánum til Glitnis með stuttum fyrirvara og þess vegna hafi verið ákveðið að leita til Seðlabankans eftir lánum gegn [[veð]]um.<ref name="bankaran">{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20080930/FRETTIR01/277107030/0&SearchID=7333258755902|titill=„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=30. september|útgefandi=Vísir.is}}</ref> Þá kom einnig fram í viðtali við Þorstein Má Baldvinsson, stjórnarformann Glitnis, að Glitnir hefði boðið tvo ''veðpakka'' gegn láninu; annan metinn á 750 milljónir evra og síðari á 1.340 milljónir evra.<ref>{{vefheimild|url=http://www.vb.is/frett/1/47848/glitnir--budu-fram-ved-i-otilgreindri-eign-i-noregi|titill=Glitnir: Buðu fram veð í ótilgreindri eign í Noregi|ár=2008|mánuður=30. september|mánuðurskoðað=16. október|árskoðað=2008|útgefandi=Viðskiptablaðið}}</ref> Jón gagnrýndi yfirtökuna harkalega sem hann nefndi „''stærsta bankarán Íslandssögunnar''”; hann sagði ennfremur stjórn fyrirtækisins hafa verið „''stillt upp við vegg. Við sögðum fulltrúum ríkisstjórnarinnar að við teldum þessa leið alveg fráleita enda gæti hún haft víðtæk áhrif á allt fjármálakerfið hér á landi og væri í engu samræmi við eignasafn félagsins.''“<ref name="bankaran"/> Jón virtist þar með vera að ýja að því að pólitískar ástæður lægju að baki ákvörðuninni um að ríkið eignaðist hlutaféð á þessu verði.
Daginn eftir voru sýnd viðtöl í [[RÚV]] og á [[Stöð 2]] við [[Jón Ásgeir Jóhannesson]], aðaleiganda [[Stoðir|Stoða]] sem var [[kjölfestufjárfestir]] í Glitni með 32% hlut. Jón sagði erlenda banka hafa lokað fyrir lánum til Glitnis með stuttum fyrirvara og þess vegna hafi verið ákveðið að leita til Seðlabankans eftir lánum gegn [[veð]]um.<ref name="bankaran">{{vefheimild|url=http://www.visir.is/article/20080930/FRETTIR01/277107030/0&SearchID=7333258755902|titill=„Stærsta bankarán Íslandssögunnar“|mánuðurskoðað=10. október|árskoðað=2008|ár=2008|mánuður=30. september|útgefandi=Vísir.is}}</ref> Þá kom einnig fram í viðtali við Þorstein Má Baldvinsson, stjórnarformann Glitnis, að Glitnir hefði boðið tvo ''veðpakka'' gegn láninu; annan metinn á 750 milljónir evra og síðari á 1.340 milljónir evra.<ref>{{vefheimild|url=http://www.vb.is/frett/1/47848/glitnir--budu-fram-ved-i-otilgreindri-eign-i-noregi|titill=Glitnir: Buðu fram veð í ótilgreindri eign í Noregi|ár=2008|mánuður=30. september|mánuðurskoðað=16. október|árskoðað=2008|útgefandi=Viðskiptablaðið}}</ref> Jón gagnrýndi yfirtökuna harkalega sem hann nefndi „''stærsta bankarán Íslandssögunnar''”; hann sagði enn fremur stjórn fyrirtækisins hafa verið „''stillt upp við vegg. Við sögðum fulltrúum ríkisstjórnarinnar að við teldum þessa leið alveg fráleita enda gæti hún haft víðtæk áhrif á allt fjármálakerfið hér á landi og væri í engu samræmi við eignasafn félagsins.''“<ref name="bankaran"/> Jón virtist þar með vera að ýja að því að pólitískar ástæður lægju að baki ákvörðuninni um að ríkið eignaðist hlutaféð á þessu verði.


Samdægurs gaf stjórn Stoða frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi aðgerðir Seðlabankans. Í yfirlýsingunni stóð:
Samdægurs gaf stjórn Stoða frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi aðgerðir Seðlabankans. Í yfirlýsingunni stóð:
Lína 89: Lína 89:
=== Nýir vinir ===
=== Nýir vinir ===


Þann [[7. október]] tilkynnti [[Seðlabankinn]] að staðfest hefði verið að [[Rússland]] myndi veita [[Ísland|Íslandi]] lán að upphæð 4 milljarða [[evra]] til þess að styrkja gjaldeyrisforða Íslendinga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1868|titill=Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref> Það að Íslendingar skyldu leita til Rússlands um lán kom mörgum á óvart bæði innanlands og utan.[[Geir H. Haarde]] [[forsætisráðherra]] útskýrði stöðu Íslendinga á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum:
Þann [[7. október]] tilkynnti [[Seðlabankinn]] að staðfest hefði verið að [[Rússland]] myndi veita [[Ísland]]i lán að upphæð 4 milljarða [[evra]] til þess að styrkja gjaldeyrisforða Íslendinga.<ref>{{vefheimild|url=http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1868|titill=Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref> Það að Íslendingar skyldu leita til Rússlands um lán kom mörgum á óvart bæði innanlands og utan.[[Geir H. Haarde]] [[forsætisráðherra]] útskýrði stöðu Íslendinga á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum:


''„Við höfum allt þetta ár reynt að fá vini okkar til að gera gjaldeyrisskiptasamninga eða að fá annarskonar stuðning undir þessum afar óeðlilegu kringumstæðum. Við höfum ekki fengið þann stuðning, sem við óskuðum eftir frá vinum okkar og þegar þannig stendur á verðum við að leita að nýjum vinum."''<ref name="vinir">{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/07/baksvid_hvada_vinir_brugdust/|titill=Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref>
''„Við höfum allt þetta ár reynt að fá vini okkar til að gera gjaldeyrisskiptasamninga eða að fá annarskonar stuðning undir þessum afar óeðlilegu kringumstæðum. Við höfum ekki fengið þann stuðning, sem við óskuðum eftir frá vinum okkar og þegar þannig stendur á verðum við að leita að nýjum vinum."''<ref name="vinir">{{vefheimild|url=http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/10/07/baksvid_hvada_vinir_brugdust/|titill=Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?|mánuðurskoðað=11. október|árskoðað=2008}}</ref>
Lína 123: Lína 123:


=== Íslenskir fjölmiðlar ===
=== Íslenskir fjölmiðlar ===

* [http://www.barnagull.is/mm/vidskipti/frettir/2008/02/22/alagid_i_haestu_haedum/ Álagið í hæstu hæðum], Morgunblaðið 22. febrúar 2008
* [http://www.barnagull.is/mm/vidskipti/frettir/2008/02/22/alagid_i_haestu_haedum/ Álagið í hæstu hæðum], Morgunblaðið 22. febrúar 2008
* [http://www.visir.is/article/20080702/VIDSKIPTI0803/340647112/-1/VIDSKIPTI08 Vill senda skýr skilaboð um að hafið sé vaxtalækkunarferli], Vísir 2. júlí 2008
* [http://www.visir.is/article/20080702/VIDSKIPTI0803/340647112/-1/VIDSKIPTI08 Vill senda skýr skilaboð um að hafið sé vaxtalækkunarferli], Vísir 2. júlí 2008
Lína 131: Lína 130:


=== Erlendir fjölmiðlar ===
=== Erlendir fjölmiðlar ===

* [http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/w/west_ham_utd/7389885.stm End of big spending at West Ham], BBC 9. maí 2008
* [http://news.bbc.co.uk/sport2/hi/football/teams/w/west_ham_utd/7389885.stm End of big spending at West Ham], BBC 9. maí 2008
* [http://www.ft.com/cms/s/0/061070b8-4781-11dd-93ca-000077b07658.htm Iceland pays price for financial excess], Financial Times 1. júlí 2008
* [http://www.ft.com/cms/s/0/061070b8-4781-11dd-93ca-000077b07658.htm Iceland pays price for financial excess], Financial Times 1. júlí 2008

Útgáfa síðunnar 19. nóvember 2008 kl. 23:23

Fyrrverandi höfuðstöðvar Landsbankans og núverandi höfuðstöðvar Nýja Landsbankans við Austurstræti í Reykjavík.

Efnahagskreppan á Íslandi 2008 hófst í byrjun árs 2008, en átti sér þó nokkurn aðdraganda, er íslenskar hagvísitölur tóku að falla og verðbólga jókst. Þann 17. mars 2008 hækkaði gengisvísitala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall krónunnar í sögu hennar fram að því. Mikil þensla hafði verið í efnahag Íslands á árunum á undan og var hagvöxtur árið 2007 4,9% og atvinnuleysi lítið.[1] Íslensk stórfyrirtæki eins og Stoðir og Exista tilkynntu töp eða minni hagnað. Um miðjan júní var gengisvísitalan 164,7 stig og hafði aldrei verið hærri.[2]

Vendipunktur varð 29. september þegar tilkynnt var, nánast fyrirvaralaust, að ríkissjóður Íslands myndi kaupa 75% hlut í Glitni, þriðja stærsta banka landsins.[3][4] Hætt var við þau kaup ríkisins en þess í stað voru sett neyðarlög sem veittu Fjármálaeftirlitinu víðtækar valdheimildir til inngripa í rekstri fyrirtækja í einkaeigu. Fjármálaeftirlitið tók yfir rekstur Landsbankans,[5][6] Glitnis[7][8] og Kaupþings fljótlega eftir setningu þeirra.[9][10] Þessi atburðarás hefur fengið talsverða umfjöllun í erlendum fjölmiðlum og gengi krónunnar hefur aldrei verið óstöðugra. Í framhaldi af því kom upp deilumál vegna meintra skuldbindinga íslensku bankanna í starfsemi erlendis. Í erlendri og hérlendri fréttaumfjöllun var látið að því liggja að íslenska ríkið væri komið i þjóðargjaldþrot vegna þeirra. Í nóvember leystust þessar deilur og vonast er eftir afgreiðslu mjög stórra neyðarlána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og öðrum löndum.

Aðdragandi

Hagvöxtur á Íslandi, í Danmörku, Noregi og Svíþjóð á tímabilinu 2000-2007.

Frá 2004 hefur meðaltal hagvaxtar á Íslandi verið 6,1%, sem er nokkuð mikill hagvöxtur (sjá graf til hægri) og lágt atvinnuleysi, 2,7% að meðaltali. Mikill vöruskiptahalli hefur verið á Íslandi á sama tímabili, þ.e. andvirði innfluttra vara meiri en andvirði útfluttra vara.[11][12][13]

Einkavæðing bankanna

Undir lok tíunda áratugar 20. aldarinnar voru íslensku ríkisbankarnir einkavæddir í skrefum. Síðasti bankinn sem var seldur var Búnaðarbanki Íslands og var sölusamningur undirritaður 16. janúar 2003. Nokkur ánægja hefur verið með einkavæðinguna fram að þessu, t.a.m. sagði í ályktun af landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2007: „Einkavæðing bankanna hefur sýnt okkur þann kraft sem leysist úr læðingi við það að einkaaðilar taki við rekstri. Nýsköpun og þróunarstarf þessara fyrirtækja hefur skilað þeim góðum árangri bæði hér heima og erlendis. Því ber að huga að enn frekari einkavæðingu á öðrum sviðum s.s. á sviði heilbrigðis-, mennta- og orkumála.[14] Bankarnir tóku há erlend lán og, í október 2008, kom fram hjá Geir H. Haarde að samanlagt næmu skuldir þeirra tólffaldri þjóðarframleiðslu Íslands.[15]

Stóriðja

Haustið 2003 hófust framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun af alvöru. Þúsundir erlendra verkamanna fluttust til landsins til þess að vinna við þetta verkefni þar sem vinnuafl á Íslandi annaði ekki eftirspurn. Framkvæmdirnar einar og sér höfðu talsverð áhrif á íslenskan efnahag, Impregilo, aðalverktaki framkvæmdarinnar, keypti vörur og þjónustu af íslenskum fyrirtækjum fyrir rúmlega 8,3 milljarða króna frá upphafi framkvæmda við Kárahnjúka til ársloka 2004.[16] Kárahnjúkavirkjun var byggð með það að markmiði að veita álveri Alcoa í Reyðarfirði rafmagn til framleiðslu á áli. Á eftir sjávarútvegi er álframleiðsla sögð önnur helsta útflutningsvara Íslands, arðsemi af virkjuninni sjálfri er meiri en upphaflega var spáð.[17]

Skuldsetning heimilanna

Með auknu aðgengi að fjármagni hefur íslenskur almenningur óðara skuldsett sig. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna, opinber stofnun sem veitir fólki ráðgjöf um fjármál, tilkynnti á ársfundi sínum 2008 að „heildarskuldir þeirra, sem leita til Ráðgjafarstofu, [hefðu] aukist um 14,9% á milli ára og vanskil hafa hækkað um 33,5%. Vanskil lána með raðgreiðslusamningi og bílalán hafa aukist mest á milli ára.[18]

Tekjur heimilanna duga ekki fyrir útgjöldum þeirra, skuldirnar hrannast upp og nema nú um 240% af ráðstöfunartekjum. Tekjurnar hafa vissulega aukist talsvert á liðnum árum en samt hefur hlutfall vaxtagreiðslna af ráðstöfunartekjum verið að hækka. Nauðsynlegt að horfast í augu við það að mikil skuldsetning íslenskra heimila svo og hækkandi byrði vaxtagreiðslna þýðir að áhætta þeirra vegna skulda hefur aukist. Þau eru orðin mjög viðkvæm fyrir verðbólgu svo og breytingum á vöxtum, tekjum og eignaverði.
 
— Vorskýrsla Hagdeildar ASÍ 2007[19]

Á miðju ári 2008 námu skuldir heimilanna við íslenskar lánastofnanir (þ.e. banka, Íbúðalánasjóð, lífeyrissjóði, LÍN, tryggingarfélög) 1.760 ma. kr og höfðu þá aukist um 13,5% frá því áramótunum 2007-8, úr 1.551 ma.kr.[20]

Lausafjárkreppan 2007-2008

Lausafjárkreppan 2007-2008 er alþjóðleg efnahagskreppa sem hefur einkennst af töpum á rekstri, greiðslustöðvunum og gjaldþrotum hjá stórum bönkum og fjármálastofnunum í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hana má rekja til undirmálslánakrísunnar svonefndu í Bandaríkjunum en þá er átt við fjölda húsnæðislána sem lánþegar gátu ekki endurgreitt sem varð til þess að stórir bandarískar fjármálastofnanir þ.á m. Indymac Federal Bank, Fannie Mae og Freddie Mac, Lehman Brothers, AIG, Merrill Lynch, o.fl. lentu í miklum skakkaföllum. Bankar í Evrópu og víðar hafa átt í vanda við að útvega sér lausafé í a.m.k. eitt ár, fyrsti bankinn sem varð gjaldþrota var breski bankinn Northern Rock, í september 2007. Þetta hafði einnig áhrif á íslenska efnahagskerfið.

Efnahagskreppa

Undir lok ársins 2007 féllu bréf í Exista og SPRON töluvert, en nýlega var búið að skrá SPRON á markað og hafði gengið á hlutabréfum í sparisjóðnum fallið um helming á örfáum mánuðum.[21] Á fyrstu þremur viðskiptadögum ársins 2008 féllu íslensk hlutabréf um 10,53%, á alþjóðlegum mörkuðum féllu hlutabréf sömuleiðis en þó ekki jafn mikið. Á einum degi lækkaði Exista mest þeirra félaga sem voru á aðallista íslensku kauphallarinnar eða um rúm 5%. FL-Group lækkaði um rúm 3%, Straumur-Burðarás um 2,5% og Kaupþing um tæp 2%.[22][23]

Gengi krónunnar

Í mars var metvelta á íslenskum gjaldeyrismarkaði, þann 7. mars nam veltan 88,2 milljörðum króna.[24] Þann 17. mars 2008 féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Gengisvísitala krónunnar hafði þá ekki verið hærri síðan í desember 2001, um svipað leyti og flotgengistefna Seðlabankans var tekin upp.[25] Seðlabankinn brást við 25. mars og hækkaði stýrisvexti um 1,25% í 15%.[26] Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. jöklabréfum væri um að kenna. Frá Seðlabankanum bárust ásakanir um að erlendir vogunarsjóðir[27] og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“[28]

Háir stýrivextir

Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann 10. apríl og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Strax daginn eftir gaf Seðlabankinn út þá spá að fasteignaverð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins 2010 og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.[29] Framangengin ár hafði fasteignaverð á landinu öllur hækkað mjög mikið, á árinu 2007 „námu heildarviðskipti með fasteignir tæplega 410 milljörðum króna, sem er mesta velta á fasteignamarkaði á Íslandi á einu ári.[30] Þann 28. apríl gaf Hagstofa Íslands út að verðbólga væri 11,8% og hefði mælst jafn mikil síðan í september 1990.[31] Tveir prófessorar við Háskola Íslands sögðu opinberlega að nú væru horfurnar dökkar, talað var um efnahagsvanda og kreppur.[32][33]

Bankahrunið

Vörumerki Glitnis.

Þann 29. september var tilkynnt að íslenska ríkið myndi eignast 75% hlut í Glitni fyrir 600 milljónir evra eða um 84 milljarða íslenskra króna. Þær ástæður sem gefnar voru fyrir yfirtökunni voru þröng lausafjársstaða Glitnis og erfitt ástand á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.[34][35][36] Davíð Oddsson seðlabankastjóri sagði að ef ekki hefði verið gripið til aðgerða þá hefði hlutafé bankans verið 0 og hann farið í þrot.[37] Nánast um leið og þetta var tilkynnt lækkaði alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's einkunnir sínar fyrir ríkissjóð sem og Íbúðalánasjóð.[38] Lokað var fyrir öll viðskipti með fjármálasjóði Glitnis, og varð þetta til þess að Stoðir fór í greiðslustöðvun.[39] Viðskipti með skuldabréfasjóðina Sjóð 9, Sjóð 1 og Sjóð 9 EUR voru til sérstakrar athugunar en opnað var aftur fyrir viðskiptum 1. október en þá hafði endurmat á virði Sjóðs 9 lækkað gengi hans um 7%.[40]

Óánægja hluthafa og stjórnenda

Daginn eftir voru sýnd viðtöl í RÚV og á Stöð 2 við Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleiganda Stoða sem var kjölfestufjárfestir í Glitni með 32% hlut. Jón sagði erlenda banka hafa lokað fyrir lánum til Glitnis með stuttum fyrirvara og þess vegna hafi verið ákveðið að leita til Seðlabankans eftir lánum gegn veðum.[41] Þá kom einnig fram í viðtali við Þorstein Má Baldvinsson, stjórnarformann Glitnis, að Glitnir hefði boðið tvo veðpakka gegn láninu; annan metinn á 750 milljónir evra og síðari á 1.340 milljónir evra.[42] Jón gagnrýndi yfirtökuna harkalega sem hann nefndi „stærsta bankarán Íslandssögunnar”; hann sagði enn fremur stjórn fyrirtækisins hafa verið „stillt upp við vegg. Við sögðum fulltrúum ríkisstjórnarinnar að við teldum þessa leið alveg fráleita enda gæti hún haft víðtæk áhrif á allt fjármálakerfið hér á landi og væri í engu samræmi við eignasafn félagsins.[41] Jón virtist þar með vera að ýja að því að pólitískar ástæður lægju að baki ákvörðuninni um að ríkið eignaðist hlutaféð á þessu verði.

Samdægurs gaf stjórn Stoða frá sér yfirlýsingu þar sem hún fordæmdi aðgerðir Seðlabankans. Í yfirlýsingunni stóð:

Ljóst má vera að Glitnir þurfti á aðstoð Seðlabankans að halda vegna lausafjárvanda sem bar brátt að. Rekstur Glitnis hefur hins vegar verið með ágætum, bankinn skilað góðum hagnaði og eigið fé Glitnis nam um 200 milljörðum króna um mitt þetta ár. Það er mat stjórnar Stoða að Seðlabankinn hafi haft aðra og farsælli kosti í stöðunni en að taka Glitni yfir. Harkalegt inngrip Seðlabankans er ekkert annað en eignaupptaka þar sem hluthafar Glitnis tapa vel á annað hundrað milljörðum króna. Seðlabankinn og ríkisstjórnin stilltu stjórn og stærstu eigendum Glitnis upp við vegg í skjóli nætur og þeir áttu því enga kosti aðra en að samþykkja tillöguna. Atburðarásin var með þeim hætti að ekkert tóm gafst til að leita annarra lausna, frekar en að meta heildaráhrif aðgerðanna á íslenskt fjármálalíf. Stjórn Stoða harmar þessar aðgerðir og lýsir fullri ábyrgð á afleiðingum þeirra á hendur bankastjórnar Seðlabankans.
 
— Yfirlýsing frá Stoðum[43]

Daginn eftir barst nafnlaus ábending um að ekki hefði verið einhugur meðal stjórnar Stoða um yfirlýsinguna.[44]

Hætt við viðskipti Landsbankans

Vörumerki Landsbankans.

Þann 1. október gerði Straumur-Burðarás kaupsamning við Landsbankann um kaup á þremur dótturfyrirtækjum; Landsbankinn Kepler með 380 starfsmenn í 7 löndum; Frakklandi, Hollandi, Ítalíu, Spáni, Sviss, Þýskalandi og BNA. Landsbankinn Securities með 200 starfsmenn í Lundúnum og Edinborg og Merrion Landsbanki með 100 starfsmenn á Írlandi. Kaupverðið var ákveðið 380 m. evra, eða um 55 ma.k.[45] Ekki varð af þessumm kaupum vegna þess að þann 7. október yfirtók íslenska ríkið rekstur Landsbankans og því taldi stjórn Straums-Burðaráss ekki lengur vera forsendur fyrir samningnum. Honum var rift þann 10. október.[46]

Sama dag rauf gengisvísitala íslensku krónunnar 200 stiga múrinn og hafði þá aldrei verið hærri.[47] Í fréttunum kom fram að mögulegar lausnir til þess að koma á jafnvægi í íslensku efnahagslífi væru að selja Kaupþing til sænska bankans Skandinaviska Enskilda Banken, með því að íslenskir lífeyrissjóðir seldu erlendar eignir sínar og í þriðja lagi að leita ásjár hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.[48]

Eftir stífa fundarsetur íslensku ríkisstjórnarinnar með ýmsum hagsmunaaðilum úr einkageiranum tilkynnti Geir H. Haarde að kvöldi 5. október að samkomulag hefði verið gert við íslensku bankana um að þeir myndu draga úr umsvifum sínum erlendis, með sölu á eignum sínum þar.[49]

Neyðarlög

Daginn eftir ávarpaði, Geir H. Haarde, forsætisráðherra, íslensku þjóðina í ávarpi sem var sjónvarpað og útvarpað beint. Hann sagði efnahag íslensku viðskiptabankana margfalda landsframleiðslu á við íslenska ríkið sem væri „svo smátt í samanburði[50]. Hann lagði áherslu á að staða bankanna hefði versnað mikið, mjög hratt, að raunveruleg hætta væri á því að „íslenska þjóðarbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot[50] og verkefni stjórnvalda á næstu dögum væri „að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef íslensku bankarnir verða óstarfhæfir að einhverju marki.[50]

Sérstök neyðarlög, um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl.[51], voru samþykkt samdægurs. Lögin heimiluðu fjármálaráðherra „fyrir hönd ríkissjóðs ... að reiða fram fjármagn til að stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yfirtaka fjármálafyrirtæki eða þrotabú þess í heild eða að hluta.[52] Talsverðar undanþágur frá lögum um fjármálafyrirtæki, starfsmenn þess og viðskipti, voru veittar frá beitingu þessara laga. Að auki var ríkissjóði heimilað að leggja sparisjóði til fjárhæð sem nemur 20% af bókfærðu eigin fé.[52]

Ýmsar breytingar voru gerðar á lögum um fjármálafyrirtæki[53], m.a. var bætt við nýrri grein, með fyrirsögninni Sérstakar ráðstafanir, þar sem Fjármálaeftirlitinu voru veittar umtalsverðar valdheimildir. Með þeim fyrirvara að tilefnið teljist til „sérstakra aðstæðna eða atvika, í því skyni að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði[54] var Fjármálaeftirlitinu gert heimilt að stofna til hluthafafundar hjá fjármálafyrirtæki og eiga þar fulltrúa sem stýrir fundinum, hefur málfrelsi og tillögurétt. Væru aðstæður „mjög knýjandi“ hefði sá fulltrúi úrslitavald á fundinum, m.a. til yfirtöku á rekstri og eignum fyrirtækisins en slíka ákvörðun þyrfti að rökstyðja skriflega til stjórnar fyrirtækisins, og til lögbærra eftirlitsaðila erlendis eftir atvikum.

Lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta[55] var einnig breytt. Þau lög lúta að Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta og eiga „að veita innstæðueigendum í viðskiptabönkum og sparisjóðum og viðskiptavinum fyrirtækja sem nýta sér heimildir laga til að stunda viðskipti með verðbréf lágmarksvernd gegn greiðsluerfiðleikum viðkomandi fyrirtækis í samræmi við ákvæði laga þessara.[55] Lögum um húsnæðismál var einnig breytt.[56]

Fjármálaeftirlitið tekur yfir rekstur

Þann 7. október tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Landsbankans, bankastjórar störfuðu eftir sem áður en við stjórn bankans tók sjálfstætt skipuð skilanefnd. Þetta var gert „til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi”.[57][58] Sams konar ferli átti sér stað með rekstur Glitnis, og þar með var fallið frá kaupum ríkisins á 75% hlut í bankanum sem tilkynnt hafði verið um 29. september.[59] Sama dag var Nýi Landsbanki Íslands hf. stofnaður, hann tók til starfa tveimur dögum seinna.

Viðtal við Davíð Oddsson

Í viðtali í Kastljósi sem sýnt var um kvöldið varði Davíð Oddsson seðlabankastjóri hins vegar yfirtöku Glitnis og í svari hans kom m.a. fram að „Þegar skuldirnar eru orðnar þannig að íslensku bankarnir þurfa 50-55 milljarða evra á þremur til fjórum árum næstu - og geta ekki útvegað sér það því þeir markaðir eru lokaðir - þá værum við að setja slíkan skuldaklafa á börnin okkar og barnabörnin, að það væri þrældómur fyrir annarra manna sök,“.[60]

Nýir vinir

Þann 7. október tilkynnti Seðlabankinn að staðfest hefði verið að Rússland myndi veita Íslandi lán að upphæð 4 milljarða evra til þess að styrkja gjaldeyrisforða Íslendinga.[61] Það að Íslendingar skyldu leita til Rússlands um lán kom mörgum á óvart bæði innanlands og utan.Geir H. Haarde forsætisráðherra útskýrði stöðu Íslendinga á blaðamannafundi með erlendum blaðamönnum:

„Við höfum allt þetta ár reynt að fá vini okkar til að gera gjaldeyrisskiptasamninga eða að fá annarskonar stuðning undir þessum afar óeðlilegu kringumstæðum. Við höfum ekki fengið þann stuðning, sem við óskuðum eftir frá vinum okkar og þegar þannig stendur á verðum við að leita að nýjum vinum."[62]

Forsætisráðherra lagði einnig áherslu á það að með þessum ummælum sínum átti hann ekki við Norðurlandaþjóðirnar sem hefðu gert gjaldeyrisskiptasamninga við Íslendinga.[62]

Eftir tilkynningu Seðlabankans og ræðu forsætisráðherra, tilkynnti rússneska ríkisfréttastofan RIA-NovostiDmitrí Panki, aðstoðar-Fjármálaráðherra Rússlands hafi sagt að engin formleg ósk hafi komið frá Íslendingum um lán að samningaviðræður hafi ekki verið hafnar og að engin ákvörðun hafi verið tekin um að veita Íslendingum lán.[63] Seðlabankinn tilkynnti seinna sama dag að Ísland og Rússland myndu hefja viðræður innan fárra daga.[64] Davíð Oddsson, bankastjóri sagði einnig í viðtali við Bloomberg að fréttatilkynning Seðlabankans þess efnis að Íslendingar hafi fengið lán frá Rússum hafi ekki verið rétt og að sannleikurinn væri sá að þjóðirnar tvær ættu nú í viðræðum um hugsanlegt lán.[65]

Deilur við Breta og Hollendinga vegna Icesave

Þann 8. október gaf Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands út yfirlýsingu um „fjárhagslegan stöðugleika“ þar kom fram að Heritable, banki í eigu Landsbankans væri kominn í greiðslustöðvun og Kaupþing sömuleiðis. Með vísan til sérstakra laga um fjármálastarfsemi[66] hafði hann fært þjónustu með innistæðureikninga Kaupthing Edge, sem var nafn erlendrar starfsemi Kaupþings, yfir til hollenska bankans ING Direct. Varðandi Icesave, innistæðuþjónustu Landsbankans tilkynnti hann að, þó svo að um íslenskan banka væri að ræða, myndi breska ríkið ganga í ábyrgðir á innistæðum viðskiptavina þess.[67]

Þetta var degi eftir símtal milli Darlings og Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra Íslands, þar sem Árni hafði tekið fram að íslenska ríkið gæti ekki ábyrgst innistæður erlendis.[68] Í Kastljósviðtali kvöldið áður hafði Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, verið með svipaðar yfirlýsingar. Þá ákvað breska ríkisstjórnin að frysta eigur Landsbankans sem og íslenska ríkisins í Bretlandi í krafti hryðjuverkalaga.[69]

Aðgerðir almennings vegna bankahrunsins

Á fyrri hluta október hófu ýmsir aðilar úr hópi almennings að standa fyrir mótmælum og opnum borgarafundum. Þúsundir manns hafa oft komið saman á Austurvelli til að mótmæla og svokallaðir opnir borgarafundir hafa verið haldnir á Iðnó og á skemmtistaðnum Nasa. Þann 15. nóvember voru haldnir samstöðutónleikar í Egilshöll.

Erlend umfjöllun

Umfjöllun erlendra fjölmiðla um þróun mála á Íslandi hófst vorið 2008. Í marsmánuði ársins 2008 árið var fjallað um hversu hátt skuldatryggingarálag Landsbankans (610 stig) og Kaupþings (856 stig) væru.[70] Í lok mars birtist ritstjórnargrein í breska fjármálatímaritinu Financial Times og því gefinn gaumur hversu mikil uppbygging og skuldsetning hefði átt sér stað hjá svona smáum efnahag. Þó var það áréttað að hann stæði föstum fótum og ekki væri ástæða til að óttast um afdrif hans.[71]

Tilvísanir

  1. „Helstu lykiltölur“. Hagstofa Íslands. Sótt 6. október 2008.
  2. „Gengi krónunnar aldrei lægra“. MBL.is. 18. júní 2008.
  3. Forsætisráðuneytið, Fréttir: Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé (29.9.2008)
  4. Glitnir banki, Fréttir: 29.09.2008, Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í Glitni
  5. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).
  6. Landsbanki Íslands, Fréttir: Starfsemi Landsbankans óbreytt og bankastjórn ber áfram ábyrgð á daglegum rekstri (7. október 2008)
  7. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Glitnis til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).
  8. Glitnir banki, Fréttir: Starfsemi Glitnis óbreytt og forstjóri ber áfram ábyrgð á daglegum rekstri (08.10.2008)
  9. Fjármálaeftirlitið, Fréttir: Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Kaupþings hf. til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi (07.10.2008).
  10. Kaupþing Banki, Fréttir: Kaupþing leitar til Fjármálaeftirlitsins: Yfirlýsing frá Sigurði Einarssyni, stjórnarformanni Kaupþings (09.10.2008)
  11. „Dregur úr vöruskiptahalla“. MBL.is. 29. nóvember 2007.
  12. „Viðskiptajöfnuður við útlönd óhagstæður um tæpa 57 milljarða á 1F“. Viðskiptablaðið. 4. júní 2008.
  13. „Viðskiptajöfnuður óhagstæður um tæpa 130 milljarða á 2F“. Viðskiptablaðið. 4. september 2008.
  14. „Ályktun um iðnaðarmál“. Sjálfstæðisflokkurinn. 2007.
  15. Gróflega má áætla að þessi upphæð sé um 12-14 billjónir, eftir því miðað við hvaða gengi íslensku krónunnar er miðað. Sjá: „Skuldir bankanna þjóðinni ofviða“. MBL.is. 6. október 2008.

    Í viðtali við Friðrik Má Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík kom fram að samanlagðar skuldir Íslendinga (banka og almennings) næmu áttfaldri þjóðarframleiðslu eða um 9 billjónir. Sjá: „Bankar selji eignir eða flytji burt“. RÚV. 3. október 2008.
  16. „10.2.2005: Átta milljarða króna viðskipti Impregilo við íslensk fyrirtæki“. Sótt 28. ágúst 2006.
  17. „Arðsemi Kárahnjúkavirkjunar 13,4%“. RÚV. 21. janúar 2008.
  18. „Ársfundur Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna 200“. Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna. 17. apríl 2008.
  19. „Aukin misskipting í góðæri“ (pdf). ASÍ. 4. september 2007.
  20. „Vefrit fjármálaráðuneytisins“ (pdf). Fjármálaráðuneytið. 16. október 2008.
  21. „Exista og SPRON lækka mikið“. Morgunblaðið. 19. desember 2007.
  22. „Gustar um hlutabréfamarkaðinn“. RÚV. 8. janúar 2008.
  23. „Á hádegi: Exista lækkar um 7,7%“. Viðskiptablaðið. 9. janúar 2008.
  24. „Áhættuflótti grefur undan gengi íslensku krónunnar“. Morgunblaðið. 8. mars 2008.
  25. „Gengisvísitala krónunnar ekki hærri síðan í desember 2001“. Viðskiptablaðið. 17. mars 2008.
  26. „Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti“. Seðlabanki Íslands. 25. mars 2008.
  27. Kaupthing accuses hedge funds of 'smears
  28. Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008
  29. „30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010“. 11. apríl 2008.
  30. „Fasteignamarkaðurinn 2007 - leiðrétting“. 10. janúar 2008.
  31. „Vísitala neysluverðs í apríl 2008“. Hagstofa Íslands. Sótt 29. apríl 2008.
  32. „Erfitt að leysa efnahagsvandann“. RÚV. 29. apríl 2008.
  33. „Hagkerfið komið í kreppu“. RÚV. 3. maí 2008.
  34. „Samkomulag um að ríkissjóður leggi Glitni til nýtt hlutafé“. 29. september 2008. Sótt 12. október 2008.
  35. „Íslenska ríkið kaupir 75 prósent hlut í Glitni“. 29. september 2008. Sótt 14. október 2008.
  36. „Ríkið eignast 75% í Glitni“. 29. september 2008. Sótt 10. október 2008.
  37. „Glitnir hefði farið í þrot“. 29. september 2008. Sótt 10. október 2008.
  38. „Lánshæfiseinkunn ríkissjóðs lækkar“. 30. september 2008. Sótt 14. október 2008.
  39. „Eignir í skuldabréfasjóðum frystar“. 30. september 2008. Sótt 14. október 2008.
  40. „Óvissu um sjóði Glitnis eytt“. 1. október 2008. Sótt 14. október 2008.
  41. 41,0 41,1 „„Stærsta bankarán Íslandssögunnar". Vísir.is. 30. september 2008. Sótt 10. október 2008.
  42. „Glitnir: Buðu fram veð í ótilgreindri eign í Noregi“. Viðskiptablaðið. 30. september 2008. Sótt 16. október 2008.
  43. „Átelja harðlega vinnubrögð Seðlabanka“. Sótt 10. október 2008.
  44. „Stoðir: Ekki einhugur í stjórninni“. RÚV. 30. september 2008. Sótt 10. október 2008.
  45. „Straumur kaupir erlendan rekstur LÍ“. 1. október 2008. Sótt 20. október 2008.
  46. „Acquisitions from Landsbanki cancelled“. 10. október 2008.
  47. „200 stiga múrinn rofinn“. RÚV. 2. október 2008. Sótt 20. október 2008.
  48. „Mikil óvissa í íslenska hagkerfinu“. RÚV. 2. október 2008. Sótt 20. október 2008.
  49. „Samkomulag við bankana“. Sótt 14. október 2008.
  50. 50,0 50,1 50,2 „Ávarp forsætisráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði“. Sótt 14. október 2008.
  51. Til útskýringar kemur fram að: Með sérstökum og mjög óvenjulegum aðstæðum á fjármálamarkaði, sbr. 1. mgr., er átt við sérstaka fjárhags- og/eða rekstrarerfiðleika hjá fjármálafyrirtæki, m.a. líkur á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum, forsendur afturköllunar starfsleyfis séu líklega fyrir hendi eða líkur standi til að það geti ekki uppfyllt kröfur um lágmarks eigið fé og að úrræði Fjármálaeftirlitsins séu ekki líkleg til þess að takmarka tjón eða hættu á tjóni á fjármálamarkaði. Þá er með sérstökum aðstæðum m.a. átt við ef fjármálafyrirtæki hefur óskað eftir eða fengið heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamninga eða óskað eftir gjaldþrotaskiptum eða verið úrskurðað gjaldþrota.
  52. 52,0 52,1 „Lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl“. 7. október 2008. Sótt 14. október 2008.
  53. „Lög um fjármálafyrirtæki“. 20. desember 2002. Sótt 23. október 2008.
  54. Til útskýringar kemur fram að: Með sérstökum aðstæðum eða atvikum er átt við sérstaka fjárhags- og/eða rekstrarerfiðleika hjá fjármálafyrirtæki, m.a. líkur á að það geti ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptavinum eða kröfuhöfum, forsendur afturköllunar starfsleyfis séu líklega fyrir hendi eða líkur standi til að það geti ekki uppfyllt kröfur um lágmarks eigið fé og að önnur úrræði Fjármálaeftirlitsins séu ekki líkleg til þess að bera árangur. Þá er með sérstökum aðstæðum m.a. átt við ef fjármálafyrirtæki hefur óskað eftir eða fengið heimild til greiðslustöðvunar eða nauðasamninga eða óskað eftir gjaldþrotaskiptum eða verið úrskurðað gjaldþrota.
  55. 55,0 55,1 „Lög um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta“. 27. desember 1999. Sótt 23. október 2008.
  56. „Lög um húsnæðismál“. 3. júní 1998. Sótt 23. október 2008.
  57. „Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Landsbankans til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi“ (pdf). 7. október 2008. Sótt 7. nóvember 2008.
  58. „Starfsemi Landsbankans óbreytt og bankastjórn ber áfram ábyrgð á daglegum rekstri“. 7. október 2008. Sótt 7. nóvember 2008.
  59. „Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið inn í rekstur Glitnis til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi“. Fjármálaeftirlitið. 7. október 2008. Sótt 7. nóvember 2008.
  60. „Ríkið borgi ekki skuldir óreiðumanna“. 7. október 2008. Sótt 10. október 2008.
  61. „Efling gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands“. Sótt 11. október 2008.
  62. 62,0 62,1 „Baksvið: Hvaða „vinir" brugðust?“. Sótt 11. október 2008.
  63. „Segir ákvörðun um lán ekki liggja fyrir“. Sótt 11. október 2008.
  64. „Efling gjaldeyrisforðans“. Sótt 11. október 2008.
  65. „Seðlabankastjóri: Viðræður standa yfir við Rússa“. Sótt 11. október 2008.
  66. Lögin höfðu verið sett vegna gjaldþrots Northern Rock bankans fyrr á árinu. Sjá „Banking (Special Provisions) Act 2008“. Breska fjármálaráðuneytið. 8. október 2008. Sótt 13. nóvember 2008.
  67. „Statement by the Chancellor on financial stability“. Breska fjármálaráðuneytið. 8. október 2008. Sótt 13. nóvember 2008.
  68. „The Darling-Mathiesen Conversation before Britain Used the Anti-Terrorism Legislation against Iceland“. Iceland Review. 24. október 2008. Sótt 13. nóvember 2008.
  69. „Landsbanki Freezing Order 2008“. 8. október 2008. Sótt 13. nóvember 2008.
  70. „Iceland's banks top 'riskiness league'. This is money. 16. mars 2008. Sótt 13. október 2008.
  71. „Fjármálakreppa ekki endilega fylgifiskur samdráttar á Íslandi“. Morgunblaðið. 26. mars 2008. Sótt 10. október 2008.

Tenglar

Íslenskir fjölmiðlar

Erlendir fjölmiðlar