Eigið fé
Útlit
Eigið fé er bókhaldshugtak sem skilgreint er sem eignir að frádregnum skuldum. Eigið fé rekstrareiningar er stundum kallað bókfært virði hennar.
- eigið fé = eignir − skuldir
Eigið fé má einnig setja fram sem samtölu hlutafjár hlutafélags og óráðstafaðs hagnaðar frá fyrri árum að frádregnum hlutabréfum sem félagið kann að eiga í sjálfu sér.
- eigið fé = hlutafé + óráðstafaður hagnaður − eigin bréf
Þegar eigið fé er neikvætt, það er þegar skuldir eru hærri en bókfært virði eigna, er vísbending um að rekstrareiningin sé í raun gjaldþrota.