Spjall:Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þegar fram líða stundir gæti verið sniðugt að bæta við tímalínu í þessa greina. --Cessator 6. október 2008 kl. 14:52 (UTC)

Á ekki að minnast smá á Glitni =) --Baldur Blöndal 6. október 2008 kl. 16:53 (UTC)
Döhh --Jabbi 6. október 2008 kl. 18:11 (UTC)
Og köllum þá tímaás einsog við höfum gert undanfarið sbr.: [1] - en ekki tímalínu (enska: timeline). --157.157.177.127 6. október 2008 kl. 18:15 (UTC)

Uppbygging[breyta frumkóða]

 1. Aðdragandi - Grunnatriði um efnahag Íslands, einkavæðingu bankanna (sem hlýtur að vera algjört lykilatriði) og lausafjárkreppuna margumtöluðu.
 2. Kreppa - lýsing á atburðarrásinni á Íslandi
 • 29.september

Tilkynnt er að íslenska ríkið muni eignast 75% hlut í Glitni [2].

Stoðir óska eftir greiðslustöðvun[3].

Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkar lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs, fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt og í íslenskum krónum, sem og lánshæfiseinkunnir Íbúðalánasjóðs í erlendri mynt og á langtímaskuldbindingum í íslenskum krónum. [4]

 • 30. september

Eignir í skuldabréfasjóðum Glitnis frystar [5]

Gengisvísitalan hækkar um 5%. [6]

 • 1. október

Straumur Burðarás kaupir erlendan rekstur Landsbanka Íslands. [7]

 • 2. október

Gengisvísitalan fór yfir 200 stig. [8] [9]

 • 5. október

Samkomulag næst milli ríkisstjórnarinnar og íslensku viðskiptabankanna um að þeir dragi úr umsvifum erlendis. [10] [11]

 • 6.október

Forsætisráðherra ávarpar þjóðina[12].

Krónan féll um 12% [13]

Neyðarlög sem gefa Fjármálaeftirlitinu víðtækar heimildir til þess að grípa inn í fjármálastarfssemi á landinu og endurskipuleggja hana eru samþykkt á Alþingi[14][15].

 • 7.október

Seðlabankinn tilkynnir að Rússar munu veita Íslendingum fjögurra milljarða evra lán[16].

Geir H. Haarde sagði á blaðamannafundi í Iðnó að Ísland hefði allt árið leitað eftir gjaldeyrisskiptasamningum hjá vinaþjóðum sínum en án árangurs og vegna þessa „...þurftum við að leita að nýjum vinum,"[17].

Ernst & Young tekur yfir Landsbankann á Bretlandi[18].

Landsbankinn framseldur til Fjármálaeftirlitsins[19].

Samson óskar eftir greiðslustöðvun[20].

 • 8.október

Alistair Darling kemur fram í útvarpsþætti á BBC og tilkynnir að íslensk stjórnvöld ætluðu sér ekki að ábyrgjast innlánsreikninga 300 þúsund Breta upp á 450 til 500 milljarða króna. Í kjölfarið greip um sig ofsahræðlsla og fólk fór að draga peninga út úr innlánsreikningum Kaupþings í Bretlandi sem varð til þess að bankinn fór í þrot [21].

Gordon Brown tilkynnir að bresk stjórnvöld muni leita réttar síns gagnvart Íslandi,standi Íslenska ríkið ekki við skuldbindingar sínar gagnvart breskum sparifjáreigendum sem áttu reikninga hjá Icesave[22].

 • 9.október

Fjármálaeftirlitið yfirtekur Kaupþing[23].

 1. Umfjöllun erlendis - samantekt á ljósvakamiðlum erlendis

Góð pæling?

--Jabbi 6. október 2008 kl. 21:00 (UTC)

Er ekki betra að setja tímaásinn í greinina frekar en á spjallið? --Cessator 10. október 2008 kl. 15:45 (UTC)
Jú örugglega, ég veit bara ekki alveg hvernig á að gera tímaás og ákvað bara að setja nokkur helstu atriði inn á spjallið svo ég og aðrir gætu séð hvað hefði gerst á undanförnum dögum og í hvaða röð hlutirnir hefðu gerst. Það hafa svo margar stórfréttir hrannast inn á svo stuttum tíma að maður er hálf ringlaður og veit stundum ekki alveg hvar maður á að byrja eða hvað maður á að skrifa um. Eitt enn ef þú setur þetta í tímaás inn á síðunna gætirðu skilið tilvísanirnar eftir hérna í réttri röð. Þær eru mjög góður byrjunarpunktur þegar maður er að bæta efni við greinina.

Annað sem mig langar að bæta við. Það eru nokkur stór mál sem mér finnst að við ættum að skrifa sérstaklega um. Þegar það hrannast inn svona mikið af fréttum á svona stuttum tíma getur verið gott að hafa reiðu á hlutunum. Þau stærstu mál sem ég hef komið á eru.

 • Yfirtaka Glitnis
 • Yfirlýsing um lán frá Rússum
 • FME tekur yfir Landsbankann
 • Samskipti Íslendinga og Breta
 • Atburðir í Bretlandi (m.a. viðtal Alistair Darlings og áhlaup á Kaupþing sama dag)
 • Icesave
 • FME tekur yfir Kaupþing

Ef þið vitið um eitthvað sem má bæta inn á þennan lista endilaga bætið látið vita.--Jóhann Heiðar Árnason 11. október 2008 kl. 14:15 (UTC)

Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi[breyta frumkóða]

Það vantar dálítið í lokasetninguna, útskyringu og fyllingu: kjölfarið jákvæðar fréttir. Býst samt við að verið sé að vinna í að laga þetta. --157.157.177.127 7. október 2008 kl. 15:18 (UTC)

Atvinnuleysi[breyta frumkóða]

Fyrir áhugamenn þá mætti minnast á atvinnuleysi. Nýlegt dæmi má finna hér. Það er örugglega hægt að taka þetta eitthvað saman. --Stefán Örvarr Sigmundsson 9. október 2008 kl. 10:43 (UTC)

Held að það væri alveg þess virði að gera heilan undirkafla um atvinnuleysi. Hef það á tilfinningunni að talan muni fara hækkandi. --Baldur Blöndal 9. október 2008 kl. 15:27 (UTC)

Hjálp[breyta frumkóða]

Vel að merkja er það ekki gott fyrir greinina, Wikipedia eða almenning að ég sé eini höfundurinn að þessari samantekt. Þið verðið að athuga að ég er ekki sérmenntaður heldur skrifa bara samantekt eftir bestu getu, eftir því sem ég finn af upplýsingum með að fletta á mbl.is, vb.is, m5.is og að sjálfsögðu timarit.is. Hjálp væri vel þegin, endilega rífið þetta í ykkur --Jabbi 9. október 2008 kl. 12:11 (UTC)

Þú stendur þig alltént með prýði. Það er mjög mikilvægt að þetta sé hérna og ég býst við að fleiri komi til með að hjálpa til. Það mætti líka vitna meira í útgefin blöð, ekki bara þá miðla sem birtast á netinu, enda MJÖG takmarkaðir fjölmiðlar. Rétt einsog kannski allir íslenskir fjölmiðlar, en netmiðlarnir eru verstir, þó þeir séu fyrstir með fréttirnar. Lesið blöðin...--157.157.179.210 9. október 2008 kl. 14:26 (UTC)
Það vill svo til að eiginlega allt efni sem er í t.d. Fréttablaðinu og 24 stundum birtist á mbl.is og visir.is, ég hef opnað 24 stundir eftir að hafa rennt yfir mbl.is og komist að því að ég er í raun búinn að lesa blaðið þar. --Stalfur 10. október 2008 kl. 19:48 (UTC)

Orsakir?[breyta frumkóða]

Ég skrifaði smá um skort á umfjöllun um orsakir á ensku spjallsíðuna og sýnist þessi grein líka þjást af sömu vandamálum. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 9. október 2008 kl. 21:01 (UTC)

Eins og ég skil málið þá var það gjaldþrot Lehman Brothers sem varð til þess að Glitnir gat ekki fengið lán sem bnakinn reiddi sig á....--Jabbi 10. október 2008 kl. 11:43 (UTC)

Orðræða[breyta frumkóða]

Mér þykir orðræða stjórnmálamanna í kringum þessa krísu kostuleg þ.e. þeir nota mikið myndlíkingar í sjávarútveginn („þjóðarskútan“, o.þ.h.) og hins vegar náttúruna („fjármálafárviðri“, „ólgusjór“ (bæði sameinað), „í auga hvirfilvindsins“, o.þ.h.). Er sniðugt að tileinka þessu smá undirkafla? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af Jabbi (spjall) · framlög

Það myndi kannski flokkast sem frumrannsóknir? --Jabbi 12. október 2008 kl. 12:55 (UTC)
Ekki endilega sem frumrannsóknir (það var meira að segja fjallað um þetta smá í Kastljósinu), en svo er spurningin hvort þetta myndi bæta einhverju matarmiklu við greinina.. --Baldur Blöndal 12. október 2008 kl. 13:47 (UTC)

Tímalína[breyta frumkóða]

Er ekki hugmyndin að gera þessa grein að tímalínu? Enska greinin er ekki að svo stöddu í því formi en ég er að vinna að því. Ég tel að við ættu mað reyna að samræma þær eins og unnt er. --Stefán Örvarr Sigmundsson 10. október 2008 kl. 19:11 (UTC)

Tímaás, vona ég. --157.157.192.171 11. október 2008 kl. 18:39 (UTC)
Íðorðaforði svona verkefna skiptir ekki sköpum, það mætti einbeita sér að tímalínunni fyrst og svo hugsa út í það sem mætti laga. --Baldur Blöndal 11. október 2008 kl. 23:10 (UTC)

Staða mála[breyta frumkóða]

Við erum að draga töluvert eftirúr hérna á íslensku wikipediunni, við þurfum að spýta í hendurnar. Þetta er nú þjóðþrifamál.

Annars sé ég fram á að þessi grein muni tútna út. Hún er, einhver 36 kílóbæt sem stendur og enn á eftir að fara í Icesave og milliríkjasamskiptin við Bretana. Þá er kannski ráð að gresja aðeins innganginn, og kannski kaflaskipta enn frekar þessa almennu úttekt á stöðu mála, aðdragandann (s.s. þróun mála 2008 fyrir Bankahrunið) og svo kannski hægt að skipta Bankahruninu a.m.k. í innlenda og erlenda atburðarrás...? --Jabbi 20. október 2008 kl. 10:29 (UTC)

Ég bætti við skilgreiningu, sem vantaði, þ.e. E.á.Í. er/var efnahagskreppa, sem hófst árið 2008, sem Jabbi af einhverjum ástæðum felldi brott :( Thvj 29. nóvember 2008 kl. 20:12 (UTC)
Það mætti jafnvel gera grein um mótmælin? --Baldur Blöndal 29. nóvember 2008 kl. 22:55 (UTC)

Stoðir og Exista[breyta frumkóða]

„Íslensk stórfyrirtæki eins og Stoðir og Exista tilkynntu töp eða minni hagnað.“, þessi setning virðist vera eins og álfur út úr hól og hún útskýrir ekki mikið. Hvenær tilkynntu þau um töp eða minni hagnað? Var þetta útaf kreppunni eða af öðrum ástæðum? --Baldur Blöndal 9. desember 2008 kl. 05:07 (UTC)

Mótmælin við Hótel Borg og víðar[breyta frumkóða]

Hvað með mótmælin við Hótel Borg, Fjármálaeftirlitið osfrv. Þarf ekki að fara vinna hér af sama krafti og gert var í upphafi. Og hvernig væri að hafa eina aðalgrein tengda mótmælunum sem risið hafa upp í kjölfar efnahagskreppunnar? --89.160.136.166 3. janúar 2009 kl. 00:56 (UTC)

Mótmælin við Hótel Borg (Kryddsíldarmótmælin)[breyta frumkóða]

 • [24] Hátt í tvöhundruð mótmælendur fyrir utan Hótel Borg
 • [25] Milljónatjón vegna mótmælanna í gær
 • [26] Mótmælendum ógnað á gamlársdag
 • [27] Taldi sér ógnað
 • Blogg sjónarvottts [28] Atburðarrásin á atburðunum við Hótel Borg í dag
 • Blogg sjónarvotts (frh) [29] Meira um Kryddsíldarmótmælin
 • Blogg sjónarvotts (frh) [30] Skrílinn úr Seðlabankanum--89.160.136.166 3. janúar 2009 kl. 01:12 (UTC)

Lýsingar sjónarvotta (blogg)[breyta frumkóða]

 • [31] Lögreglan úðaði á fólk með hendur upp í loft á leið í burtu
 • [32] Fólkið hrópaði "Vanhæf ríkisstjórn"
 • [33] Myndband frá mótmælum Hótel Borgar
 • [34] Gleðilegt hugarfarslegt byltingarár!
 • [35] Kæru Íslendingar...
 • [36] Mótmælin á gamlársdag og Ari Edwald --89.160.136.166 3. janúar 2009 kl. 01:33 (UTC)
 • [37] Ólafur Klemensson
 • [38] Kryddsíld - Bardaginn á Borginni

Mótmæli við Fjármálaeftirlitið 18. des 2008[breyta frumkóða]

 • [39] Mótmæli við Fjármálaeftirlitið (myndskeið)
 • [40] Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið

Bankahrunið[breyta frumkóða]

Vegna þess hversu mikið þessi grein blæs út legg ég til að búin verði til aðalgreinin bankahrunið sem myndi fjalla sérstaklega um það hvernig og hvers vegna íslensku viðskiptabankarnir urðu gjaldþrota. --Jabbi 29. janúar 2009 kl. 20:54 (UTC)

Já þetta var sniðug breyting. --Baldur Blöndal 30. janúar 2009 kl. 16:44 (UTC)

Efnahagskreppan 2008-?[breyta frumkóða]

Er ekki alveg viss um þessa grein. Tel nokkuð viss um að hún eigi rétt á sér, þ.e. að lýsa megi aðdraganda hrunsins sem kreppu en það vantar að hægt sé að tímasetja upphaf og endi. Þannig að þetta sé ekki arbitrarískt. Það að þurfa að vera í samstarfi við AGS má segja að sé kreppueinkenni, en hvernig á að rökstyðja. Hef lítið verið að spá í þetta þannig að ég er ryðgaður. Einhver með pælingar um þessa grein. Hvernig sé hægt að ramma hana betur inn? --Jabbi 6. nóvember 2011 kl. 00:26 (UTC)

Það liggur beinast við að líta í Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir í 4. k. 1. bindis um „Efnahagslegt umhverfi og innlend efnahagsstjórnun“ - „Hér er farið yfir helstu þætti í efnahagsþróun undanfarinna ára sem taldir eru skipta máli í aðdraganda falls bankanna. Þróun flestra þeirra er rakin frá byrjun þeirrar uppsveiflu sem lauk á árunum 2007 og 2008, það er að segja frá árunum 2002 og 2003. Í einstaka tilfellum þar sem það er talið skipta máli er sagan rakin frá því nokkru fyrir síðustu aldamót.“ Þannig að auðsýnilega er litið á tímabilið 2002-2008 sem þenslutímabil sem endar svo nokkuð skyndilega. Vandinn er að tímasetja upphafið á endanum. Seinna segir: „Hin alþjóðlega fjármálakreppa sem hófst sumarið 2007 kom í kjölfar óvenju lágra raunvaxta, auðfengins lánsfjár, lítils flökts fjármálastærða og útbreiddrar hækkunar eignaverðs. Þessar aðstæður leiddu til vaxandi veikleika í fjármálakerfinu sem kom fram í kjölfar mikilla afskrifta þegar vafningar með undirmálslánum hríðféllu í verði á árinu 2007. Helstu fjármálamarkaðir urðu svo gott sem óstarfhæfir og líkur voru taldar á að stór hluti fjármálastofnana væri í reynd gjaldþrota.“ Þannig má tímasetja hina alþjóðlegu fjármálakreppu 2007. En á Íslandi? Má ekki með sanni segja að kreppan hefjist formlega 2008? Sbr. fall hlutabréfa í byrjun ár, metfall krónunar í mars, árás vogunarsjóða á krónunna og aths hagfræðiprófessora í maí um að komin væri kreppa? Einhverjar aths á að miða við 2008 sem upphaf efnahagskreppunnar? Þá er það spurningin, hvenær lauk henni eða er henni lokið? Atvinnuleysi er ekkert sérstaklega lágt hér miðað við víða annars staðar... --Jabbi 7. nóvember 2011 kl. 23:58 (UTC)
Það er vissulega rétt að kreppan hófst formlega 2008. Atvinnuleysi var bæði fyrir kreppu og eftir hana sérstaklega lágt miðað við Evrópuþjóðir og Bandaríkin. Betra væri að miða við svipaðar forsendur og eru fyrir upphafi kreppunar, sem er þó ekki eins einfalt og það hljómar. Það er vitað mál að fyrirhugað er að bankarnir eigi ekki eftir að fara aftur inn í kauphöllina, gjaldeyrishöft eru á krónunni sem endurspegla ekki raungengi hennar og vogunarsjóðirnir hafa keypt sig inn í bankana. Ætli hagvöxturinn sé þá ekki það eina sem stendur eftir sem er hægt að miða við.--Snaevar 8. nóvember 2011 kl. 09:55 (UTC)
Það gengur ekki að notast við hagvöxt einvörðungu. Spurning hvort það þurfi ekki að endurskíra greininga Efnahagskreppan á Íslandi sem hófst 2008 eða Efnahagskreppan sem leiddi að bankahruninu á Íslandi eða eitthvað álíka óþjált. Sleppa að innihalda hvenær henni lýkur sem slíkri.... --Jabbi 8. nóvember 2011 kl. 10:48 (UTC)
Ekki kreppa hjá öllum... --Jabbi 9. nóvember 2011 kl. 12:31 (UTC)

Breyta titli?[breyta frumkóða]

Breyta síðu í "Efnahagskreppan á Íslandi 2008–2011" sbr: http://en.wikipedia.org/wiki/2008%E2%80%9311_Icelandic_financial_crisis

sem var samstaða um þar sbr. Talk-síðu. Og vantar inn Ísalnd hér?: og http://en.wikipedia.org/wiki/Hyperinflation

Comp.arch (spjall) 16. maí 2013 kl. 23:58 (UTC)

Verðbólga (inflation) á tímabilinu 2008-2011 var 3 - 12%.
Verðbólga (inflation) á tímabilinu 1980-1983 var 50,8 - 84% - sjá Inflation, consumer prices (annual %)
Samkvæmt skilgreiningunni á óðaverðbólgu (hyperinflation) þarf hún að vera að minnsta kosti 50%. Þannig að tímabilið 1980-1983 gæti átt heima þar.
Varðandi það að breyta nafni síðunnar í "Efnahagskreppan á Íslandi 2008-2011" þá bendi ég á umræðuna fyrir ofan.--Snaevar (spjall) 17. maí 2013 kl. 01:14 (UTC)

2008–2011[breyta frumkóða]

In en.wiki the articles name is 2008–11 Icelandic financial crisis, what about the name here? --Nolanus (spjall) 18. maí 2013 kl. 14:25 (UTC)