Gengisvísitala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Gengisvísitala er hugtak í hagfræði sem sýnir samanlagt gengi gjaldmiðla viðskiptalandanna gagnvart krónunni eða gjaldmiðli viðkomandi lands þar sem gengisvísitalan er reiknuð út. Ef gengisvísitalan á Íslandi er há er krónan veik. Erlendu gjaldmiðlarnir hafa mismunandi vægi við útreikning á vísitölunni, en á Íslandi hefur Evran mest og Bandaríkjadalur næst mest. Vægi gengisvísitölu fer eftir því hversu mikil viðskipti viðkomandi gjaldmiðlasvæði á við viðmiðandi myntsvæði.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.