1950
Útlit
(Endurbeint frá Júní 1950)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1950 (MCML í rómverskum tölum)
Atburðir á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 29. janúar - Sveitarstjórnarkosningar fóru fram.
- 12. febrúar - Íþróttafélagið Breiðablik var stofnað.
- 28. febrúar - Olíuskipið MS Clam strandaði við Reykjanes.
- 11. mars - Kvikmyndin Síðasti bærinn í dalnum var frumsýnd.
- 20. apríl - Þjóðleikhúsið tók til starfa.
- maí - Nýr Gullfoss kom til landsins.
- 25. júní - Heiðmörk var gerð að friðlandi.
- 6. júlí - Landsmót hestamanna fór fyrst fram.
- 14. september - Geysisslysið: Flugvél Loftleiða með 6 manna áhöfn brotlenti á Vatnajökli. Áhöfnin fannst á lífi 4 dögum síðar.
- Nóvember - Jöklarannsóknafélag Íslands
- 27. nóvember - Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík var stofnuð.
- 3. desember - Minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins fellur á vantrausti á Alþingi.
- 23. desember - Bruni varð í bænum á Málmey. Eyjan fór í eyði eftir atburðinn.
Ódagsett
[breyta | breyta frumkóða]- 1. deild karla í handknattleik var stofnuð.
- Bandalag íslenskra leikfélaga var stofnað.
- Samvinnufélag Ísfirðinga lagðist af.
Atburðir erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 8. febrúar -
- Austurþýska leynilögreglan Stasi var stofnuð.
- Diners Club, fyrsta kreditkortið var notað.
- 12. febrúar - Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var stofnað.
- 14. febrúar - Sovétríkin og Kína gerðu varnarsamning.
- 23. mars - Alþjóðaveðurfræðistofnunin var stofnuð.
- 6. maí - Tollund-maðurinn, varðveitt lík frá 4. öld f. Kr. fannst í Danmörku.
- 24. júní - Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 1950 hófst.
- 25. júní - Kóreustríðið hófst.
- 3. september - Ítalinn Giuseppe Farina vann fyrstu Formúla 1-kappaksturskeppnina.
- 26. október - Gústaf 6. Adólf varð konungur Svíþjóðar.
- 13. nóvember - Forseti Venesúela Carlos Delgado Chalbaud var myrtur í Karakas.
- 17. nóvember - Tenzin Gyatso var vígður sem 14. Dalai Lama.
- 14. desember - Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna var stofnuð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 28. apríl - Jay Leno, þáttastjórnandi.
- 3. október - Sigmar B. Hauksson, matgæðingur (d. 2012).
- 2. desember - Paul Watson, kanadískur aðgerðarsinni.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 12. janúar - Pedro Calomino, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1892).
- 8. mars - Alberto Ohaco, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1889).
- 25. apríl - Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins (f. 1887)
- 2. nóvember - George Bernard Shaw, írskt leikritaskáld og nóbelsverðlaunahafi (f. 1856).
- 25. nóvember - Johannes V. Jensen, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1873).