Fara í innihald

Bandalag íslenskra leikfélaga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bandalag íslenskra leikfélaga (skammstafað BÍL) er samtök áhugaleikfélaga á Íslandi. Samtökin voru stofnuð árið 1950 og var Ævar Kvaran helsti hvatamaðurinn að stofnun þeirra.

Bandalagið rekur Þjónustumiðstöð að Kleppsmýrarvegi 8 í Reykjavík. Þjónustumiðstöðin sinnir ýmsum málum fyrir áhugaleiklistarhreyfinguna en einnig er þar almenn þjónusta við leikhús og leikhópa af öllu tagi. Meðal annars er hægt að kaupa þar förðunarvörur og þar er einnig að finna stærsta leikritasafn landsins. Bandalagið hefur starfrækt leiklistarskóla síðan árið 1997 til að byrja með að Húsabakka í Svarfaðardal en skólinn flutti árið 2010 í Húnavallaskóla og árið 2017 í Reykjaskóla í Hrútafirði. Þar er á hverju sumri er boðið upp á leiklistarnámskeið af ýmsu tagi auk námskeiða í leikstjórn, leikritun og ýmsu fleira.

Bandagið er aðili að:

  • NAR, norrænu áhugaleiklistarsamtökunum
  • NEATA, Norður-evrópsku áhugaleiklistarsamtökunum
  • IATA, alþjóðaleikhúshreyfingunni.

Þá er Bandalagið einnig meðlimur í Leiklistarsambandi Íslands sem m.a. stendur fyrir Grímunni.

  Þessi menningargrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.