Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík (skammstöfun: FBSR) er íslensk björgunarsveit með aðsetur á flugvallarvegi við Reykjarvíkurflugvöll.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Sveitin var stofnuð 27. nóvember 1950 í kjölfar Geysis-slyssins, eftirfarandi samþykkt var rituð á fundinum og stendur óbreytt enn í dag:

„Fundurinn ályktar að markmið félagsins sé fyrst og fremst að aðstoða við björgun manna úr flugslysum og leita að flugvélum sem týnst hafa. Í öðru lagi að hjálpa þegar aðstoðar er beðið og talið er að sérþekking og tæki félagsins geti komið að gagni“

Tækjabúnaður[breyta | breyta frumkóða]

Bílar[breyta | breyta frumkóða]

FBSR 3[breyta | breyta frumkóða]

Tegund
Hyundai Starex H1 4x4
Árgerð
2007
Hreyfill
2.5 CRDI, 103 Kw. Togar 314Nm
Burðargeta
6 farþegar með bílstjóra, 3 farþegar og eina sjúkraböru, eða 1 farþegi og 2 sjúkrabörur
Fjarskipti
GPS-tæki, VHF-talstöð
Notkunarsvið
Farþegaflutningar í léttari færi, þarfnast ekki meiraprófs

FBSR 4[breyta | breyta frumkóða]

Verður skipt út áramótin 2010/2011

Tegund
Nissan Patrol breytt af Breyti
Árgerð
2005
Hreyfill
3 l 4 cyl. diesel turbo
Burðargeta
7 farþegar eða 2 farþegar og eina sjúkraböru
Aukabúnaður
Negld 44" dekk, skriðgír, lækkuð drifhlutföll, rafmagns driflæsing að aftan og loftlæsing að framan, spil, loftdæla, snorkel með túrbóhaus, auka olíutankar, olíumiðstöð, fjarstýrt leitarljós, toppgrind, blá og gul blikkljós, kastarar allan hringinn.
Sjúkrabúnaður
Skel, hjól undir skel, fjallabjörgunarbúnaður, skyndihjálparbúnaður og súrefni.
Fjarskipti: GPS tæki, VHF talstöð, 5 stk. hand-VHF stöðvar, flugradio, NMT sími og Tetra stöð.
Notkunarsvið
Fjallajeppi ætlaður til fólksflutninga á torfarin svæði og til sjúklingaflutninga

FBSR 5[breyta | breyta frumkóða]

Verður skipt út áramótin 2009/2010

Tegund
Nissan Patrol breytt af Arctic Trucks
Árgerð
2004
Hreyfill
3 l 4 cyl. diesel turbo
Burðargeta
7 farþegar eða 2 farþegar og eina sjúkraböru
Aukabúnaður
Nelgd 44" dekk, skriðgír, lækkuð drifhlutföll, rafmagns driflæsing að aftan og loftlæsing að framan, spil, olíumiðstöð, fjarstýrt leitarljós, toppgrind, blá og gul blikkljós, kastarar allan hringinn.
Sjúkrabúnaður
Skel, fjallabjörgunarbúnaður, skyndihjálparbúnaður og súrefni.
Fjarskipti: Bílatölva og 15" snertiskjár, GPS loftnet sem er tengt við tölvuna, VHF talstöð, 5 stk. hand-VHF stöðvar, NMT sími
Notkunarsvið
Fjallajeppi ætlaður til fólksflutninga á torfarin svæði og til sjúklingaflutninga

FBSR 6[breyta | breyta frumkóða]

Tegund
Ford F350
Árgerð
2007
Hreyfill
350 hestöfl, 6,5 power stroke
Burðargeta
4. farþegar auk bílstjóra auk 3 vélsleða sem komast á pallinn
Aukabúnaður
Sérsmíðaður pallur fyrir tvo vélsleða, dráttargeta 5 tonn, 37" tommu neld dekk
Sjúkrabúnaður
Almennur skyndihjálparbúnaður.
Fjarskipti
VHF og Tetra bílstöðvar.
Notkunarsvið
Fjölnota pallbíll.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Saga FBSR“, skoðað þann 11. mars 2008.
  • Ónefndur bæklingur gefin út innar sveitarinnar um hennar í byrjun árs 2008.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]