Leiðtogafundurinn í Genf (1955)
Útlit
(Endurbeint frá Genfarráðstefnan (1955))
Leiðtogafundurinn í Genf var fundur ráðamanna fjögurra sterkustu hernaðarvelda heimsins haldinn í Genf í Sviss 18. júlí 1955. Til fundarins komu Dwight D. Eisenhower Bandaríkjaforseti, Anthony Eden forsætisráðherra Bretlands, Níkolaj Búlganín forsætisráðherra Sovétríkjanna og Edgar Faure forsætisráðherra Frakklands, ásamt utanríkisráðherrunum John Foster Dulles, Harold Macmillan, Vjatsjeslav Molotov og Antoine Pinay. Níkíta Khrústsjov aðalritari Sovéska kommúnistaflokksins var líka á fundinum.
Tilgangur fundarins var að ræða um friðarmál: afvopnun, kjarnorkuvopn, verslunarhöft, alþjóðasamskipti o.s.frv. Ástæða fundarins var vaxandi áhyggjur af alþjóðlegu öryggi vegna Kalda stríðsins.