Narsarsuaq

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flugvél frá Air Greenland á flugvellinum í Narsarsuaq.

Narsarsuaq (eldri ritháttur er Narssarssuaq) er bær á Suður-Grænlandi. Orðið er grænlenska og þýðir „stóra sléttan“. Hér var ein helsta þungamiðja byggðar í Eystribyggð Grænlendinga hinna fornu, enda Brattahlíð rétt hjá, hinum megin fjarðarins. Íbúar eru um 160 (2010).

Árið 1941 byggði Bandaríkjaher flugstöð sem kölluð var Bluie West One, og var hún mikilvægur hlekkur í flutningum frá Ameríku til Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni. Samkomulag varð milli Danmerkur og Bandaríkjanna 1951 um sameiginlegan rekstur. Haldið var áfram að stækka flugstöðina þangað til Thule-flugstöðin var byggð á Norður-Grænlandi en hún var mun stærri og fullkomnari. Flugstöðin í Narsarsuaq var lögð niður 1958 en opnuð að nýju 1959 og þá einungis sem almenningsflugvöllur. Air Greenland flýgur daglega áætlunarflug milli Kaupmannahafnar og Narsarsuaq og einnig innanlands á Grænlandi. Þar að auki flýgur Flugfélag Íslands á sumrin til Narsarsuaq frá Reykjavík.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]