Björgvin
Björgvin | |
![]() |
![]() |
Upplýsingar | |
Fylki | Hörðaland |
Flatarmál – Samtals |
224. sæti 465 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
2. sæti 278,000 0,6/km² |
Bæjarstjóri | Trude H. L. Drevland |
Þéttbýliskjarnar | Björgvin |
Póstnúmer | 5003–5099 |
Opinber vefsíða |
Björgvin (að fornu Björgyn) (norska: Bergen, Bjørgvin) er næststærsta borg Noregs, staðsett í Hörðalandsfylki í vestur Noregi. Borgin liggur á milli sjö fjalla og er sagt að þar rigni alla daga ársins. Björgvin hefur verið kaupstaður síðan á dögum Ólafs konungs kyrra (d. 1093), og var oft aðsetur konunga áður fyrr. Borgin er næststærsta borg Noregs með um 278.000 íbúa árið 2016.

Elsta lýsingin[breyta | breyta frumkóða]
Til er lýsing á Björgvin frá því að Ólafur kyrri fékk heimsókn hóps danskra og norskra krossfara árið 1191 áður en þeir lögðu út á Norðursjó. Lýsing þessi er sú elsta sem til er af borginni:
- Bær þessi er frægasti bær þar til lands, prýddur konungs höll og líkneski af hinni heilögu jómfrú. Líkami hinnar heilögu Sunnifu hvílir á upphækkun í dómkirkjunni. Að auki eru klaustur mörg, bæði fyrir munka og nunnur. í bænum býr margt manna og er bærinn auðugur og hefur gnótt allra hluta. Harðfiskur, sem kallast skreið og er svo mikið af þeirri vöru að hvorki er hægt að telja, né meta. Skip og menn koma siglandi frá öllum landshornum, Íslendingar, Grænlendingar, Englendingar, Þjóðverjar, Danir, Svíar, Gotlendingar og margar aðrar þjóðir sem of langt væri upp að telja. Þar eru einnig mikið magn af víni, hunangi, hveiti, góðum klæðum, silfri og öðrum söluvörum og mikil verslun með margvíslega hluti. [1]


Þekkt fólk frá Björgvin[breyta | breyta frumkóða]
- Jón Halldórsson, biskup í Skálholti
- Ivar Giæver (1929), eðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi
- Alf Nordhus (1919 - 1997), hæstaréttarlögmaður
- Arne Bendiksen (1926), tónlistarmaður
- Ole Bull (1810 - 1880), tónsmiður og fiðluleikari
- Jan Eggum (1951), tónlistarmaður
- Dorothe Engelbretsdotter (1634 - 1713), rithöfundur
- Gabriel Finne (1866 - 1899), rithöfundur
- Tryggve Gran (1889 - 1980), flugmaður
- Edvard Grieg (1843 - 1907), tónsmiður
- Nordahl Grieg (1902 - 1943), rithöfundur
- Inger Hagerup (1905 - 1985), rithöfundur
- Ludvig Holberg (1684 - 1754), leikritahöfundur og fræðimaður
- Sissel Kyrkjebø (1969), söngkona
- Vibeke Løkkeberg (1945), kvikmyndakona
- Kurt Nilsen, (1978), söngvari og Idol-stjarna
- Amalie Skram (1846 - 1905), rithöfundur
- Gunnar Staalesen (1947), rithöfundur
- Harald Sæverud (1897 - 1992), tónsmiður
- Johan Sebastian Welhaven (1807 - 1873), rithöfundur
Vinabæir[breyta | breyta frumkóða]
Vinabæir Björgvins eru eftirfarandi:
Tilsvísanir[breyta | breyta frumkóða]
25 stærstu borgir Noregs (árið 2017)[1] |
---|
Ósló (1.000 þúsund íbúar) | Björgvin (255 þúsund íbúar) | Stafangur (222 þúsund íbúar) | Þrándheimur (183 þúsund íbúar) | Drammen (117 þúsund íbúar) | Fredrikstad (112 þúsund íbúar) | Porsgrunn/Skien (93 þúsund íbúar) | Kristiansand (63 þúsund íbúar) | Álasund (52 þúsund íbúar) | Tønsberg (51 þúsund íbúar) | Moss (47 þúsund íbúar) | Haugesund (44 þúsund íbúar) | Sandefjord (44 þúsund íbúar) | Arendal (43 þúsund íbúar) | Bodø (41 þúsund íbúar) | Tromsø (39 þúsund íbúar) | Hamar (27 þúsund íbúar) | Halden (25 þúsund íbúar) | Larvik (24 þúsund íbúar) | Askøy (23 þúsund íbúar) | Kongsberg (22 þúsund íbúar) | Harstad (20 þúsund íbúar) | Molde (20 þúsund íbúar) | Gjøvik (20 þúsund íbúar) Lillehammer (20 þúsund íbúar) | Horten (20 þúsund íbúar) | Mo i Rana (18 þúsund íbúar) |

http://www.ssb.no/aarbok/2009/tab/tab-053.html Geymt 2011-11-04 í Wayback Machine