1944
Útlit
(Endurbeint frá Apríl 1944)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1944 (MCMXLIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Hótel Ísland brann í eldsvoða.
- 25. febrúar - Alþingi samþykkti einróma að sambandslög milli Íslands og Danmerkur væru fallin úr gildi.
- 10. mars - Flugfélagið Loftleiðir hóf starfsemi.
- 20.-23. maí - Þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá Íslands.
- 16. júní - Alþingi hélt fund í Reykjavík og felldi niður sambandslög Íslands og Danmerkur og setti nýja stjórnarskrá í gildi. Konungsríkið Ísland var lagt af.
- 17. júní -
- Lýðveldishátíðin 1944 var haldin á Þingvöllum í tilefni af stofnun lýðveldis á Íslandi.
- Sveinn Björnsson var kjörinn af Alþingi fyrsti forseti Íslands.
- Byggðasafn Reykjanesbæjar opnaði.
- 31. ágúst - Íþróttabandalag Reykjavíkur var stofnað.
- 6. september - Ölfusárbrú hrundi þegar tveir vörubílar fóru yfir ána og féllu þeir í hana. Báðir bílstjórar björguðust en annar sem var tvítugur bjargaðist á undraverðan hátt og barst 1,2 kílómetra niður ána og hélt sér í bíldekk. Ný brú var reist rúmu ári eftir atvikið. [1]
- 16. september - Flugvél bandaríska hersins brotlenti á Eyjafjallajökli. Allir komust lífs af.
- 24. október - Skeena, kanadískur tundurspillir, fórst við Viðey í óveðri. 15 létust en 198 björguðust.
- Kvennablaðið Melkorka kom fyrst út.
- Þjóðernishreyfing Íslendinga lagðist af.
Fædd
- 29. mars - Þórir Baldursson, hljómlistarmaður.
- 18. júní - Stefán Baldursson, leikstjóri og fyrrv. Þjóðleikhússtjóri.
- 29. október - Þorvaldur Halldórsson, söngvari (d. 2024)
- 14. nóvember - Björn Bjarnason, stjórnmálamaður.
Dáin
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 14. janúar - Sovéskir hermenn hófu sókn að Leníngrad og Novgorod.
- 15. janúar - Jarðskjálfti varð í San Juan-héraði í Argentínu. 10.000 létust.
- 10. mars - Giftar konur máttu starfa sem kennarar í Bretlandi.
- 18. mars - Vesúvíus gaus á Ítalíu, þúsundir flýðu heimili sín og tugir létust.
- 2. apríl - Bandamenn hófu loftárásir á Búkarest. Næstu 4 og hálfan mánuð létust yfir 5.500.
- 16. apríl - Bandamenn hófu loftárásir á Belgrad. 1.100 létust.
- 5. maí - Mahatma Gandhi var sleppt úr fangelsi af heilsufarsástæðum.
- 4. júní - Rómarborg var frelsuð af Bandamönnum.
- 6. júní - Árásin á Normandí hófst. 155.000 hermenn komu á land við norðurstrendur Frakklands og hófu innreið sína í meginland Evrópu.
- 25. júní - Orrustan um Tali-Ihantala í Finnlandi: Finnar vörðust árás Sovétmanna.
- 20. júlí - Adolf Hitler lifði af banatilræði.
- 4. ágúst - Anne Frank og fjölskylda fundust á afgirtu svæði í vöruhúsi í Amsterdam. Hollenskur uppljóstari benti Gestapo á þau. Þau voru flutt í útrýmingarbúðir. Faðir Önnu var sá eini sem lifði af.
- 2. september - Síðasta aftakan var framkvæmd í Finnlandi.
- 21. október - Aachen varð fyrsta borgin sem var hertekin af bandamönnum.
- 25. október - Rauði herinn frelsaði Kirkenes í norður-Noregi.
- 7. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum: Franklin D. Roosevelt sitjandi forseti vann sigur.
- 12. nóvember - Stærsta þýska herskipinu, Tirpitz, var sökkt af breska sjóhernum nálægt Tromsö; 950-1.200 létust.
- 3. desember - Bardagar byrjuðu milli konungssinna og kommúnista í Grikklandi; gríska borgarastyrjöldin hófst.
- 16. desember: Ardennasóknin hófst. Þjóðverjar reyndu að snúa stríðinu sér í vil.
- Golden Globe-verðlaunin fóru fyrst fram.
- Vichy-stjórnin í Frakklandi leið undir lok.
Fædd
- 26. mars - Diana Ross, söngkona
- 7. apríl - Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands 1998 - 2005.
- 21. maí - Mary Robinson, fv. forseti Írlands.
- 6. júní - Edgar Froese, þýskur tónlistarmaður, stofnandi hljómsveitarinnar Tangerine Dream.
- 13. júní - Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna.
Dáin
- 24. apríl - Michael Pedersen Friis, danskur forsætisráðherra (f. 1857).
- 30. desember - Romain Rolland, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1866).
- Eðlisfræði - Isidor Isaac Rabi
- Efnafræði - Otto Hahn
- Læknisfræði - Joseph Erlanger, Herbert Spencer Gasser
- Bókmenntir - Johannes Vilhelm Jensen
- Friðarverðlaun - Alþjóðaráð Rauða Krossins
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Morgunblaðið 7. september 1944 Tímarit.is