Otto Hahn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Otto Hahn árið 1938

Otto Hahn (8. mars 187928. júlí 1968) var þýskur efnafræðingur og Nóbelsverðlaunahafi í efnafræði árið 1944. Hann var fyrstur til að kljúfa frumeindakjarna og hefur verið kallaður „faðir kjarneðlisfræðinnar“ og „upphafsmaður atómaldarinnar“. Tilraunirnar við kjarnaklof framkvæmdi Hahn í Berlín í Þýskalandi með aðstoðarmanni sínum, Lise Meitner. Árið 1955 hét hann á forystumenn þjóðanna að útrýma kjarnorkuvopnum. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.