Fara í innihald

Þorvaldur Halldórsson - Syngur sjómannalög

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Þorvaldur Halldórsson)
Þorvaldur Halldórsson
Bakhlið
SG - 010
FlytjandiÞorvaldur Halldórsson
Gefin út1966
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur

Þorvaldur Halldórsson - Syngur sjómannalög er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1966. Á henni syngur Þorvaldur Halldórsson sjómannalög. Útsetningar og hljómsveitarstjórn, Ingimar Eydal. Forsíðumynd, Bragi Hinriksson.

 1. Svo óralangt frá þér - Lag - texti: Bare, Williams — Ómar Ragnarsson
 2. Gefi þá góðan byr - Lag - texti: Ási í Bæ
 3. Ég er sjóari - Lag - texti: Howard — Ómar Ragnarsson
 4. Fjarlægjast fjöllin blá - Lag - texti: Cochran — Þorvaldur Halldórsson
 5. Sailor á Sankti Kildu - Lag - texti: Ólafur Gaukur — Kristinn Reyr
 6. Á leið frá þér - Lag - texti: Byron, Evans — Valgeir Sigurðsson
 7. Ef þú siglir út í heim - Lag - texti: Erl. þjóðlag — Magnús Ingimarsson, Reynir Jónasson
 8. Kalli kokkur - Lag - texti: Jónatan Óafsson — Númi Þorbergsson
 9. Violetta - Lag - texti: Klose, Luckesch — NN
 10. Nú hugsa ég heim - Lag - texti: Hill — Kristján frá Djúpalæk
 11. Sjómannavalsinn - Lag - texti: Svavar Benediktsson — Kristján frá Djúpalæk Hljóðskráin "SG-010-Sj%C3%B3mannavalsinn.ogg" fannst ekki
 12. Sjómannskveðja - Lag - texti: Þorvaldur Halldórsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Þorvaldur Halldórsson var óþekktur söngvari fyrir einu ári. En þá söng hann lagið Á sjó inn á hljómplötu og síðan hefur þetta lag heyrzt í óskalagaþáttum útvarpsins oftar en nokkurt annað lag, enda hljómplatan selzt í helmíngi stærra upplagi heldur en nokkur önnur íslenzk hljómplata. Nú þekkir öll þjóðin Þorvald. Og fleiri lög söng hann inn á plötu en Á sjó. Það voru lögin Komdu, Lánið er valt og Hún er svo sæt.

Slíkar eru vinsældir Þorvaldar að ekkert þótti eðlilegra en að fá hann til að syngja inn á tólf laga plötu eins fljótt og því varð við komið. Og fyrir valinu urðu að sjálfsögðu lög í sama anda og Á sjó; sjómannalög. Sjö laganna eru erlend, öll með vönduðum, íslenzkum textum eftir kunna textahöfunda, þar af einn eftir Þorvald. Íslenzku lögin eru fimm, öll eru þau ný að undanskildum Sjómannavalsi Svavars Benediktssonar. Þorvaldur á eitt lag í hópi hinna íslenzku, enda hefur hann áður gert lög m. a. hin vinsælu lög Komdu og Hún er svo sæt.