Lýðveldishátíðin 1944

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lýðveldishátíðin var hátíð sem haldin var á Þingvöllum 17. júní 1944. Alþingi hélt þar sérstakan þingfund og lýsti forseti sameinaðs Alþingis yfir gildistöku nýrrar stjórnarskrár þar sem Ísland var lýst lýðveldi. Daginn áður hafði þingið samþykkt að fella úr gildi Sambandslögin frá 1918 í samræmi við úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. og 23. maí sama ár. Við sama tækifæri voru samþykkt lög um fána Íslands og skjaldarmerki Íslands.

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.