Fara í innihald

Ardennasóknin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bandarískir landgönguliðar nálægt Amonines í Belgíu.

Ardennasóknin (þýska: die Ardennenoffensive; enska: Battle of the Bulge) var stórsókn Þjóðverja í seinni heimsstyrjöld um Belgíu, við rætur Ardennafjalla, og stóð frá 16. desember 1944 til 25. janúar 1945 er bandamenn hrundu henni. Sóknin var örvæntingarfull tilraun þýska hersins til að snúa gangi styrjaldarinnar sér í vil með því að reka fleyg milli herja Bandaríkjamanna og Breta á vesturvígstöðvunum og hertaka Antwerpen í þeirri von að knýja mætti fram friðarsamninga. Þýska hernum varð vel ágengt í byrjun, enda komu þeir bandamönnum algjörlega í opna skjöldu, en lágskýjað veður og þoka kom í veg fyrir að bandamenn gætu beitt flugherjum sínum af afli gegn óvininum. Þegar létti loks til urðu loftárásir bandamanna tíðari og nákvæmari og tókst þeim smám saman að stöðva sóknina og hrekja Þjóðverja á flótta. Mannfall var gríðarlegt á báða bóga, en Ardennasóknin varð jafnframt síðasta stórsókn Þjóðverja í stríðinu.