Gamanmynd
Útlit
(Endurbeint frá Grínmynd)
Gamanmynd eða grínmynd er tegund kvikmynda sem leggur mikla áherslu á kímni. Sögu gamanmynda má rekja til fyrstu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Gamanmyndir draga dám af gamanleikritum í leikhúsi. Á tímum þöglu myndanna voru ærslamyndir vinsælar, en með tilkomu talmynda var hægt að leggja meiri áherslu á fyndnar samræður. Margar gamanmyndir reiða sig á fræga gamanleikara og nokkrar frægar gamanmyndaraðir hafa verið framleiddar með sömu leikurum í aðalhlutverkum. Gamanmyndir skiptast í margar undirtegundir eins og rómantískar gamanmyndir, hasargrínmyndir, sketsamyndir, grínheimildamyndir, svartar gamanmyndir og táningamyndir.