Samningur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samningur er samkomulag milli tveggja einstaklinga eða fyrirtækja. Sé ekki orðið við efni samnings eða ósátt er um hvað samningur gengur út á er hægt að grípa til ýmissa lögfræðilegra aðgerða. Samningar falla undir einkamálarétt, sem er það svið lögfræði sem fjallar um rétti og skyldur milli aðila.

Samningur má vera munnlegur eða skriflegur og eru þeir í flestum tilfellum jafngildir, þó stundum er lagaskylda um að gera skriflegan samning.[1] Samningar eru jafnan bindandi þeim ákvæðum (skilyrðum) sem samið hefur verið um, þó ekki ef annar aðili er undir fjárræðisaldri eða ef ákvæði samnings brjóta í bág við lög.[2]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvert er lagalegt gildi munnlegra samninga?“. Sótt 25. janúar 2019.
  2. „Ísland.is – Samningar“. Sótt 25. janúar 2019.
  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.