Fara í innihald

Loðvík 18.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Búrbónaætt Konungur Frakklands
Búrbónaætt
Loðvík 18.
Loðvík 18.
Ríkisár 6. apríl 181420. mars 1815; 8. júlí 181516. september 1824
SkírnarnafnLouis Stanislas Xavier de France
Fæddur17. nóvember 1755
 Versalahöll, Frakklandi
Dáinn16. september 1824 (68 ára)
 Louvre-höll, París, Frakklandi
GröfBasilique Saint-Denis
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Loðvík erfðaprins
Móðir María Jósefa af Saxlandi
DrottningMarie Joséphine af Savoju

Loðvík 18. (17. nóvember 175516. september 1824) eða Louis Stanislas Xavier de France var konungur Frakklands frá 1814-1824, að frátöldum hundrað dögum Napóleons Bónaparte 1815.

Foreldrar Loðvíks voru Loðvík ríkisarfi Frakklands og María Josepha af Saxlandi. Afi hans var Loðvík 15. Þegar hann fæddist var hann fjórði í erfðaröðinni á eftir föður sínum og tveimur eldri bræðrum. Elsti bróðirinn dó níu ára að aldri en sá næstelsti, Louis Auguste, varð konungur þegar Loðvík 15. dó og nefndist þá Loðvík 16.

Loðvík flúði ásamt konu sinni til Niðurlanda 1791 og dvaldist í útlegð til 1814. Bróðir hans, Loðvík 16., var tekinn af lífi 1793 og bróðursonurinn, Loðvík 17., dó vorið 1795. Þá hafði franska konungdæmið raunar verið lagt niður en Loðvík lýsti sig þó konung og tók sér nafnið Loðvík 18. Á næstu tveimur áratugum dvaldi hann víða í Evrópu, meðal annars í Veróna, Kúrlandi (Lettlandi), Varsjá og Englandi.

Napóleon afsalaði sér völdum í apríl 1814 og Loðvík 18. sneri aftur sem konungur. Napóleon fór í útlegð til Elbu en sneru aftur 1815 í hundrað daga og Loðvík flúði aftur til Niðurlanda. Eftir ósigur Napóleons við Waterloo sneri hann svo aftur og settist á konungsstól. Frakklandi var sett ný stjórnarskrá árið 1814 og þar var dregið verulega úr völdum konungsins. Konungsstjórnin var þingbundin en kosningaréttur afar takmarkaður. Loðvík, sem var fremur frjálslyndur í skoðunum, að minnsta kosti miðað við arftaka sinn, reyndi fyrst í stað að taka virkan þátt í stjórn landsins en eftir hundrað dagana dró verulega úr afskiptun hans.

Loðvík var greindur og ágætlega menntaður, mjög bókhneigður og sat löngum við lestur marga klukkutíma á dag. Hann var hins vegar lítið fyrir hreyfingu og útiveru en var mikill matmaður og varð snemma mjög feitur. Á efri árum var hann illa haldinn af gigt og átti oft erfitt með gang. Hann kvæntist Marie Josephine prinsessu af Savoy 14. maí 1771 og var þá aðeins 15 ára. Hún var tveimur árum eldri og var sögð ófríð, óhefluð, óþrifin og leiðinleg; hvað sem til er í því var hjónabandið ekki hamingjusamt og munu þau ekki hafa haft samræði fyrstu árin. Hún varð þó tvisvar barnshafandi en missti fóstur í bæði skiptin og eignuðust þau enga erfingja. Marie Josephine fylgdi manni sínum í útlegð en dvaldist í Þýskalandi. Hún var þó með honum í Englandi frá 1808 og dó þar 13. nóvember 1810.

Loðvík 18. dó 1824 í Versölum og tók yngri bróðir hans, Karl 10., við af honum.


Fyrirrennari:
Napóleon Bónaparte
(sem Frakkakeisari)
Konungur Frakklands
(1814 – 1824)
Eftirmaður:
Karl 10.