Napóleon II

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Napóleon II

Napoléon François Charles Joseph Bonaparte (20. mars 1811 – 22. júlí 1832) var sonur og arftaki Napóleons Bónaparte Frakkakeisara og annarrar konu hans, Marie-Louise af Austurríki. Sem keisaralegur krónprins hlaut hann titilinn konungur Rómar við fæðingu.

Árið 1814 varð Napoléon François keisari í nokkra daga að nafninu til sem Napóleon II þegar faðir hans sagði af sér í fyrsta sinn. Hann var rekinn frá völdum af þinginu þegar París var hertekin af andstæðingum Napóleons. Árið 1815, þegar Napóleon sneri aftur á keisarastól í hundrað daga, var sonur hans aftur lýstur ríkiserfingi á ný uns Napóleon sagði aftur af sér. Franska þjóðþingið lýsti Napóleon II aldrei formlega keisara og hann réð því aldrei formlega yfir Frakklandi. Eftir að Napóleon var sendur í útlegð í annað sinn var sonur hans sendur til Austurríkis, þá fjögurra ára. Reynt var að þurrka út tengsl hans við Napóleon og gera hann þýskan fremur en franskan. Hann hlaut titilinn fursti af Parma og hertogi af Reichstadt frá móðurafa sínum, Frans 1. Austurríkiskeisara.

Napóleon II eyddi því sem hann átti eftir ólifað í Austurríki. Þar til hann lést, þá 21 árs að aldri, var hann viðurkenndur meðal stuðningsmanna Bonaparte-keisaranna sem réttmætur erfingi krúnunnar í Frakklandi.

Eftir dauða sitt fékk Napóleon II gælunafnið l'Aiglon eða „arnarunginn“. Viðurnefnið varð vinsælt vegna leikritsins L'Aiglon eftir Edmond Rostant.

Þegar Louis-Napóleon Bonaparte varð keisari árið 1852 tók hann sér titilinn Napóleon III til að viðurkenna stutta valdatíð frænda síns.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


Heimild[breyta | breyta frumkóða]