Mervíkingar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mervíkingar (franska: Mérovingiens) voru konungsætt Frankaríkisins frá 5. öld þar til Karlungar tóku við 751. Ættin dregur nafn sitt af Meroveusi, sem var leiðtogi Franka um miðja 5. öld og varð áberandi með sigrum Hildiríks I, sonar hans, yfir Alamönnum, Vísigotum og Söxum. Klóvis I, sonur hans, vann endanlegan sigur yfir Alamönnum, tók upp kristna trú og tók sér aðsetur í París.

Á 7. öld var staða konungs orðin að miklu leyti táknræn vegna þess hversu mikið vald var í höndum greifa sem fóru með varnir ríkisins. Hið eiginlega pólitíska vald lá orðið í höndum brytans (maior domo) sem var orðið arfgengt embætti í höndum Karlunga. Eftir að Karl hamar vann frægan sigur á márum við Poitiers árið 732 varð til stuðningur við að sonur hans Pípinn III yrði konungur. Árið 751 var síðasti Mervíkingurinn, Hildiríkur III, svo settur í klaustur og Pípinn varð fyrsti konungurinn af ætt Karlunga.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.