Fara í innihald

Þingkosningar í Frakklandi 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingkosningarnar í Frakklandi 2024
Frakkland
← 2022 30. júní og 7. júlí 2024 í síðasta lagi 2029 →

577 sæti á franska þjóðþinginu
289 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 66,7% (19,2) og 66,6% (20,4)
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Nýja alþýðufylkingin Samstjórn 28,21
25,81
180 +49
Ensemble Stéphane Séjourné 21,28
24,53
159 -86
Þjóðfylkingin og bandamenn Jordan Bardella 33,21
37,06
142 +53
Les Républicains Umdeilt 6,57
5,41
39 +14
Aðrir 57
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
  Nýja alþýðufylkingin   Aðrir vinstrimenn
  Endurreisn   Aðrir miðjumenn
  Les Républicains   Aðrir hægrimenn
  Þjóðfylkingin

Þingkosningar fóru fram í Frakklandi 2024. Fyrri umferð kosninganna fór fram 30. júni en sú síðari 7. júlí. Kosið var um 577 þingsæti í franska þjóðþinginu sem er neðri deild löggjafarþingsins. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, rauf þing og boðaði til kosninganna eftir stórsigur Þjóðfylkinginarinnar í Evrópuþingskosningunum sem fram fóru 9. júní en framboðslisti miðjumanna sem styðja Macron beið afhroð í þeim kosningum og tapaði miklu fylgi.[1]

Kosið var í einmenningskjördæmum í tveimur umferðum. Í fyrri umferð sigrar sá sem hlýtur hreinan meirihluta atkvæða í kjördæminu. Ef enginn frambjóðenda nær því er haldin seinni umferð með þeim frambjóðendum sem náðu fylgi að minnsta kosti 1/8 hluta kjósenda á kjörskrá (en þó alltaf tveimur efstu) í fyrri umferðinni. Í síðari umferðinni sigrar sá sem fær flest atkvæði.

Nýja alþýðufylkingin, kosningabandalag vinstri flokka, stóð uppi sem sigurvegari kosninganna. Bandalag miðjuflokka lenti í öðru sæti en Þjóðfylkingin lenti í þriðja sæti. Velgengni vinstra bandalagsins kom nokkuð á óvart en skoðanannanir höfðu bent til að Þjóðfylkingin myndi ná mun meiri árangri en raun varð. Talið var að óvenju mikil kjörsókn og taktísk kosning á móti Þjóðfylkingunni hafi ráðið úrslitum. Í kjölfar kosninganna baðst Gabriel Attal lausnar frá embætti forsætisráðherra Frakklands þar sem stjórn hans hefur ekki lengur meirihluta á þingi.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Heimir Már Pétursson (10. júní 2024). „Macron veðjar á að Frakkar séu í á­falli“. Vísir. Sótt 19. júní 2024.
  2. „Attal segir af sér og Melénchon vill stjórnarmyndunarumboð“. Visir.is. 7. júli 2024. Sótt 9. júlí 2024.