Fara í innihald

ESCP Business School

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

ESCP Business School er evrópskur verslunarskóli með skólalóðir í París, London, Berlín, Madríd og Tórínó. Hann er stofnaður 1819, og er elsti verslunarskóli í heimi. [1] ESCP var í 10. sæti meðal evrópskra verslunarskóla árið 2012 samkvæmt The Finanical Times. [2] Árið 2010, var meistaranám hans í stjórnun (Master in Management program) í 1. sæti á heimsvísu skv. The Financial Times[3], og var hann í 2. sæti árið 2013. [4] Hann er einnig í 21. sæti á heimsvísu fyrir MBA nám hans á Framkvæmdasviði (Executive MBA). [5] MEB nám skólans (meistaragráða í evrópskrum viðskiptum), svipar til fulltíðar MBA náms, en með fjölmenningarlegri nálgun. ESCP býður einnig upp á doktorsnám (PhD nám), sem og ýmis meistaranám (Master programmes) í sérhæfðum stjórnsviðum, svo sem: markaðssetningu, fjármálasvið, eða frumkvöðlastarfsemi. Nám hans eru þrí-faggild af hinum alþjóðlegu samtökum AMBA, EQUIS, and AACSB (evrópskar og norður amerískar faggildingarnefndir (samtök) fyrir MBA gráður)[6]. Skólinn á yfir 40 000 hollvini (alumni) í verslun og stjórnmálum, svo sem: Patrick Thomas (Framkv.stj. (CEO) Hèrmes), Ignacio Garcia Alves (Framkv.stj. (CEO) Arthur D. Little), Nicolas Petrovic (Framkv.stj. (CEO) Eurostar) auk Michel Barnier, framkvæmdastjóra EB fyrir Innri markað og þjónustur.

Sögulegt ágrip[breyta | breyta frumkóða]

ESCP var stofnaður, 1. desember 1819, af hópi efnahagsfræðinga og kaupsýslumanna, þ.m.t. Efnahagsfræðingnum Jean-Baptiste Say og kaupmanninum Vital Roux. ESCP var fyrsti verslunarskólinn í heimi, og má því telja þessa tvo menn, sem uppfinningarmenn verslunarskólans.[7] [8] Hann var byggður á fyrirmynd hins fræga fjöllistaskóla/fjölbrautaskóla, École Polytechnique, en var mun hóflegri í sniðum í upphafi hans, aðallega sökum þess að hann naut ekki fjárhagslegs stuðnings ríkisins til að byrja með.

ESCP hefur verið alþjóðlegur frá upphafi starfa síns: 1824 árgangurinn, með alls 118 nemendur, samanstóð af um 30% útlendinga, þ.á.m. eitthvað af: spánverjum, brasilíubúum, hollendingum, þjóðverjum, portúgölum og ameríkönum. Tungumálanám var nauðsynlegur hluti í fyrstu námskrá hans, sem náði meðal annars yfir námskeið í: frönsku, ensku, þýsku og spönsku. [9] Árið 1873, var hollvinafélag ESCP stofnað. Árið 1921, hélt ESCP upp á 100 ára afmæli sitt, sem frestað hafði verið vegna kreppunnar eftir stríðið, í hinum mikilfenglega sal Sorbonne háskólans.

Skólalóðir ESCP í Stóra Bretlandi (Oxford, nú London) og Þýskalandi (Düsseldorf, nú Berlín) voru opnaðar á árunum 1974 og 1975 í sömu röð. Árið 1988 fylgdi eftir skólalóð í Madríd, á Spáni, og árið 2004, önnur í Tórínó, á Ítalíu. Skólalóðin í Düsseldorf, fluttist til Berlínar árið 1984. Árið 2005, fluttist ESCP frá Oxford til London. [10] Skólabyggingin í London, hét áður New College – skóli Lundúnar háskólans (University of London) og guðfræðiháskóli hinnar sameinuðu umbótarkirkju (United Reformed Church). Árið 2011, gerðist ESCP, stofnaðili að HESAM, safn velkunna stofnanna fyrir rannsóknir og æðri menntunnar í hugvísindum og félagsvísindum, sem byggðar eru í kringum háskólan við Sorbonne.[11]

Meistaragráða í stjórnun[breyta | breyta frumkóða]

Meistaragráða í stjórnun (Master in Management) er nám fyrir sérvalda nemendur sem hafa sem hafa enga faglega starfsreynslu. Sem er dæmigert, fyrir hinn tveggja aldar löngu standandi, upprunalega franska, nú evrópska verslunarskóla. Yfir 800 nemendur leggja stund á þetta 2. ára almenna stjórnunarnám. Í heild sinni, sameinar námið um 70 þjóðerni. Nemendur geta stundað nám í : París, London, Berlín, Madríd eða Tórínó, eða eitt af u.þ.b. 100 smastarfsstofnunum. Innan hins almenna stjórnunarnáms, geta þeir valið um yfir 20 sérfræðibrautir, og meir en 150 valgreinar. Þeir kunna að vera hæfir til að öðlast allt að þrjár mismunandi gráður.

MEB - Meistaragráða í evrópskum viðskiptum[breyta | breyta frumkóða]

Byggt á grunni MBA-námsskrárinnar, með fjölmenningarlegri nálgun ; MEB (Master in European Business) er eins árs fulltíðar framhaldsnám í almennri stjórnun. Námið er hannað fyrir þá sem útskrifast hafa með heiðursgráðu í grunnámi í öðrum fræðigreinum en viðskiptum (þ.e. lögfræði, verkfræði, vísindum, hugvísindum, læknisfræði). Mælt er með tveggja til þriggja ára hagnýtri starfsreynslu í framhaldsnámsfaginu. Á námskeiðinu er sterk alþjóðleg hlið, og er þar að finna í allt, um 40 mismunandi þjóðerni, sem dreifð eru yfir hinar fimm skólalóðir, hvað námið varðar, þar sem ekkert þjóðerni hefur hærra hlutfall en svarar til 15% alls bekkjarins.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Andreas Kaplan (2018) A school is “a building that has four walls…with tomorrow inside”: Toward the reinvention of the business school, Business Horizons. doi:10.1016/j.bushor.2018.03.010.
 2. „Financial Times European Business School Ranking 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. september 2015. Sótt 7. febrúar 2014.
 3. „Financial Times Master in Management Ranking 2010“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. maí 2015. Sótt 7. febrúar 2014.
 4. „Financial Times Master in Management Ranking 2013“. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. október 2021. Sótt 7. febrúar 2014.
 5. „Financial Times Executive MBA Ranking 2012“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. janúar 2013. Sótt 7. febrúar 2014.
 6. Triple accredited business schools (AACSB, AMBA, EQUIS)
 7. „Andreas Kaplan: European Management and European Business Schools: Insights from the History of Business Schools, European Management Journal, 2014“. doi:10.1016/j.emj.2014.03.006.
 8. „Focus On - Generation Europe Foundation - Business schools and career opportunities“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. september 2013. Sótt 7. febrúar 2014.
 9. Servan Schreiber Sabine (1994) Les Épices de la République, ESCP – Itinéraire d’une Grande École, 1819–1994, CpL.
 10. „History of ESCP Europe“.
 11. „Novi Mundi Université (page 34)“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 5. nóvember 2013. Sótt 7. febrúar 2014.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]