Fara í innihald

Frederick North

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lord North)
North lávarður
Forsætisráðherra Bretlands
Í embætti
28. janúar 1770 – 22. mars 1782
ÞjóðhöfðingiGeorg 3.
ForveriHertoginn af Grafton
EftirmaðurMarkgreifinn af Rockingham
Persónulegar upplýsingar
Fæddur13. apríl 1732
Piccadilly, Middlesex, Englandi
Látinn5. ágúst 1792 (60 ára) Mayfair, Middlesex, Englandi
ÞjóðerniBreskur
StjórnmálaflokkurTorýar
MakiAnne Speke (g. 1756)
Börn6, þ. á m. George, Francis og Frederick
HáskóliTrinity College, Oxford
Undirskrift

Frederick North, annar jarlinn af Guilford, (13. apríl 1732 – 5. ágúst 1792) betur þekktur sem North lávarður, var forsætisráðherra Bretlands frá 1770 til 1782. Hann var leiðtogi Breta í mestöllu bandaríska frelsisstríðinu. Hann gegndi ýmsum öðrum stjórnarembættum á ferli sínum og var meðal annars innanríkisráðherra og fjármálaráðherra.

Orðspor North lávarðar meðal sagnfræðinga hefur breyst mörgum sinnum. Á seinni hluta 19. aldar var helst litið á hann sem handbendi konungsins sem hefði klúðrað stríðinu gegn Bandaríkjunum og glatað nýlendum Breta í Ameríku. Á 20. öld fóru sumir fræðimenn að leggja meiri áherslu á hlutverk North lávarðar í að stýra bresku fjárhirslunni, neðri deild breska þingsins og í að vernda ensku biskupakirkjuna. Sagnfræðingurinn Herbert Butterfield hefur fært rök fyrir því að aðgerðarleysi North hafi komið í veg fyrir að hægt væri að leysa úr átökunum í Ameríku og að honum hafi mistekist að stýra hernaði Breta með skilvirkum hætti.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Nigel Aston, "North, Frederick, 2nd Earl of Guilford" in David Loads, ed., Readers Guide to British History (2003) bls. 960-62


Fyrirrennari:
Hertoginn af Grafton
Forsætisráðherra Bretlands
(28. janúar 177022. mars 1782)
Eftirmaður:
Markgreifinn af Rockingham