Listi yfir stjörnumerki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóribjörn eins og hann lítur út séður með berum augum

Listi yfir stjörnumerki inniheldur öll 88 stjörnumerki sem Alþjóðasamband stjarnfræðinga viðurkennir. Í tímans rás hafði fjöldi stjörnumerkja vaxið mikið en noktun þeirra var handahófskennd og ókerfisbundin. Á fyrsta fundi sambandsins árið 1922 var útbúinn listi yfir 88 staðfest stjörnumerki. Eftir annan fund sambandsins árið 1925 var Eugène Delporte beðinn um að skilgreina nákvæm mörk þeirra, sem voru síðan samþykkt á þriðja aðalfundinum árið 1928.

Dálkar[breyta | breyta frumkóða]

  • Heiti: Heiti á íslensku.
  • Latneskt heiti: Heiti á latínu.
  • Eignarfall á latínu: Heiti á latínu í eignarfalli (notað til að nefna stjörnurnar í því stjörnumerki).
  • Skst.: Þriggja stafa skammstöfun samkvæmt kerfi sem Henry Norris Russell bjó til árið 1922.
  • Hvelfing: Staða á himinhvelfingunni. „N“ fyrir norðurhiminn og „S“ fyrir suðurhiminn. Með „N S“ eða „S N“ er átt við staðsetningu nálægt miðbaug himinsins og „Ns“ og „Sn“ merkja að stjörnumerkið liggur að litlum hluta á hvelfingunni sem er táknuð með litlum stafi.
  • Skrásetjari: Sá sem lýsti stjörnumerkinu fyrst og gaf út kort yfir það. Ákveðin stjörnumerki voru þekkt sem hluti annars stjörnumerkis eða undir öðru heiti. Kládíus Ptólmæos lýsti 47 stjörnumerkjum í ritinu Almagest árið 150. Petrus Plancius kynnti fjögur í viðbót árið 1600. Johann Bayer bætti tólf við í Uranometria árið 1603 og Jóhannesar Hevelíusar bætti síðan við sjö. Nicolas Louis de Lacaille bætti við 17 stjörnumerkjum á suðurhimni árið 1750.
  • Ár: Árið sem lýsing á stjörnumerkinu kom út. Talið er að Almagest hafi verið skrifað af Ptólmæosi um árið 150.
  • Sýnileiki: Það svæði á jörðinni í breiddargráðum þar sem stjörnumerkið má sjá í heild sinni.
  • Magmax: Sýnilegt birtustig (m) björtustu stjörnu.
  • 3,0m: Fjöldi stjarna sem eru bjartari en 3,0m.
  • 4,0m: Fjöldi stjarna sem eru bjartari en 4,0m.
  • Kort: Tengill í stjörnukort.

Tafla[breyta | breyta frumkóða]

Heiti Latneskt heiti Eignarfall á latínu Skst. Hvelfing Skrásetjari Ár Sýnileiki Magmax 3,0m 4,0m Kort
Altarið Ara Arae Ara S Ptólmæos 150 25° N til 90° S 2,85 2 7 Kort
Andrómeda Andromeda Andromedae And N Ptólmæos 150 90° N til 37° S 2,06 3 8 Kort
Áttavitinn Pyxis Pyxidis Pyx S Lacaille 1763 53° N til 90° S 3,68 0 2 Kort
Áttungurinn Octans Octantis Oct S Lacaille 1752 05° N til 90° S 3,76 0 1 Kort
Bereníkuhaddur Coma Berenices Comae Berenices Com N Brahe 1590 90° N til 56° S 4,26 0 0 Kort
Bikarinn Crater Crateris Crt S Ptólmæos 150 65° N til 90° S 3,56 0 1 Kort
Bogmaðurinn Sagittarius Sagittarii Sgr S Ptólmæos 150 55° N til 90° S 1,79 7 16 Kort
Borðið Mensa Mensae Men S Lacaille 1752 05° N til 90° S 5,09 0 0 Kort
Drekinn Draco Draconis Dra N Ptólmæos 150 90° N til 15° S 2,23 3 12 Kort
Dúfan Columba Columbae Col S Plancius 1592 41° N til 90° S 2,65 1 5 Kort
Dælan Antlia Antliae Ant S Lacaille 1752 50° N til 90° S 4,25 0 0 Kort
Eðlan Lacerta Lacertae Lac N Hevelíus 1687 90° N til 40° S 3,77 0 1 Kort
Einhyrningurinn Monoceros Monocerotis Mon S N Plancius 1623 75° N til 85° S 3,76 0 3 Kort
Fiskarnir Pisces Piscium Psc Ns Ptólmæos 150 84° N til 56° S 3,62 0 3 Kort
Fljótið Eridanus Eridani Eri Sn Ptólmæos 150 32° N til 89° S 0,45 4 15 Kort
Flugan Musca Muscae Mus S Bayer 1603 10° N til 90° S 2,69 1 5 Kort
Flugfiskurinn Volans Volantis Vol S Bayer 1603 14° N til 90° S 3,77 0 5 Kort
Folinn Equuleus Equulei Equ N Ptólmæos 150 90° N til 77° S 3,92 0 1 Kort
Fönix Phoenix Phoenicis Phe S Bayer 1603 32° N til 90° S 2,39 1 7 Kort
Gaupan Lynx Lyncis Lyn N Hevelíus 1690 90° N til 35° S 3,13 0 3 Kort
Gíraffinn Camelopardalis Camelopardalis Cam N Plancius 1613 90° N til 37° S 4,03 0 0 Kort
Harpan Lyra Lyrae Lyr N Ptólmæos 150 90° N til 29° S 0,03 1 3 Kort
Herkúles Hercules Herculis Her N Ptólmæos 150 90° N til 39° S 2,78 2 13 Kort
Hérinn Lepus Leporis Lep S Ptólmæos 150 60° N til 90° S 2,58 2 8 Kort
Hjarðmaðurinn Bootes / Boötes Bootis / Boötis [Ath. 1] Boo N Ptólmæos 150 90° N til 50° S -0,04 3 8 Kort
Hornmátið Norma Normae Nor S Lacaille 1752 30° N til 90° S 4,02 0 0 Kort
Hrafninn Corvus Corvi Crv S Ptólmæos 150 65° N til 90° S 2,59 3 4 Kort
Hringfarinn Circinus Circini Cir S Lacaille 1752 20° N til 90° S 3,19 0 1 Kort
Hrúturinn Aries Arietis Ari N Ptólmæos 150 90° N til 59° S 2,01 2 4 Kort
Hvalurinn Cetus Ceti Cet Sn Ptólmæos 150 70° N til 90° S 2,04 2 9 Kort
Höfrungurinn Delphinus Delphini Del N Ptólmæos 150 90° N til 70° S 3,63 0 3 Kort
Höggormurinn Serpens Serpentis Ser N S Ptólmæos 150 74° N til 64° S 2,63 1 7 Kort
Indíáninn Indus Indi Ind S Bayer 1603 16° N til 90° S 3,11 0 2 Kort
Kamelljónið Chamaeleon Chamaeleontis Cha S Bayer 1603 07° N til 90° S 4,05 0 0 Kort
Kassíópeia Cassiopeia Cassiopeiae Cas N Ptólmæos 150 90° N til 12° S 2,24 4 8 Kort
Kefeifur Cepheus Cephei Cep N Ptólmæos 150 90° N til 10° S 2,45 1 8 Kort
Kjölurinn Carina Carinae Car S Lacaille 1763 14° N til 90° S -0,62 6 20 Kort
Klukkan Horologium Horologii Hor S Lacaille 1752 20° N til 90° S 3,85 0 1 Kort
Krabbinn Cancer Cancri Cnc N Ptólmæos 150 90° N til 60° S 3,52 0 3 Kort
Lagarormurinn Hydrus Hydri Hyi S Bayer 1603 08° N til 90° S 2,82 2 3 Kort
Litlaljón Leo Minor Leonis Minoris LMi N Hevelíus 1687 90° N til 48° S 3,83 0 1 Kort
Litlibjörn Ursa Minor Ursae Minoris UMi N Ptólmæos 150 90° N til 10° S 1,97 2 3 Kort
Litlihundur Canis Minor Canis Minoris CMi Ns Ptólmæos 150 89° N til 77° S 0,40 2 2 Kort
Litlirefur Vulpecula Vulpeculae Vul N Hevelíus 1690 90° N til 55° S 4,44 0 0 Kort
Ljónið Leo Leonis Leo Ns Ptólmæos 150 83° N til 57° S 1,36 5 12 Kort
Mannfákurinn Centaurus Centauri Cen S Ptólmæos 150 25° N til 90° S -0,01 9 19 Kort
Málarinn Pictor Pictoris Pic S Lacaille 1752 25° N til 90° S 3,27 0 2 Kort
Meitillinn Caelum Caeli Cae S Lacaille 1752 41° N til 90° S 4,45 0 0 Kort
Meyjan (Mærin) Virgo Virginis Vir S N Ptólmæos 150 67° N til 76° S 0,98 2 10 Kort
Myndhöggvarinn Sculptor Sculptoris Scl S Lacaille 1756 50° N til 90° S 4,31 0 0 Kort
Naðurvaldi Ophiuchus Ophiuchi Oph S N Ptólmæos 150 80° N til 80° S 2,08 5 13 Kort
Nautið Taurus Tauri Tau Ns Ptólmæos 150 90° N til 65° S 0,85 4 16 Kort
Netið Reticulum Reticuli Ret S Lacaille 1752 23° N til 90° S 3,33 0 2 Kort
Norðurkórónan Corona Borealis Coronae Borealis CrB N Ptólmæos 150 90° N til 50° S 2,22 1 3 Kort
Ofninn Fornax Fornacis For S Lacaille 1756 50° N til 90° S 3,87 0 1 Kort
Óríon Orion Orionis Ori N S Ptólmæos 150 85° N til 75° S 0,12 8 15 Kort
Paradísarfuglinn Apus Apodis Aps S Bayer 1603 07° N til 90° S 3,83 0 2 Kort
Páfuglinn Pavo Pavonis Pav S Bayer 1603 15° N til 90° S 1,94 1 6 Kort
Pegasus Pegasus Pegasi Peg N Ptólmæos 150 90° N til 65° S 2,39 5 10 Kort
Perseifur Perseus Persei Per N Ptólmæos 150 90° N til 35° S 1,79 5 13 Kort
Seglið Vela Velorum Vel S Lacaille 1763 33° N til 90° S 1,75 5 14 Kort
Sextantinn Sextans Sextantis Sex S N Hevelíus 1690 78° N til 83° S 4,49 0 0 Kort
Sjónaukinn Telescopium Telescopii Tel S Lacaille 1756 33° N til 90° S 3,51 0 1 Kort
Skjöldurinn Scutum Scuti Sct S Hevelíus 1690 74° N til 64° S 3,85 0 1 Kort
Skuturinn Puppis Puppis Pup S Lacaille 1763 39° N til 90° S 2,06 4 10 Kort
Smásjáin Microscopium Microscopii Mic S Lacaille 1752 45° N til 90° S 4,67 0 0 Kort
Sporðdrekinn Scorpius Scorpii Sco S Ptólmæos 150 44° N til 90° S 1,06 11 20 Kort
Steingeitin Capricornus Capricorni Cap S Ptólmæos 150 62° N til 90° S 2,73 1 5 Kort
Stóribjörn Ursa Major Ursae Majoris UMa N Ptólmæos 150 90° N til 17° S 1,76 6 20 Kort
Stórihundur Canis Major Canis Majoris CMa S Ptólmæos 150 57° N til 90° S -1,44 5 10 Kort
Suðurfiskurinn Piscis Austrinus Piscis Austrini PsA S Ptólmæos 150 50° N til 90° S 1,16 1 1 Kort
Suðurkórónan Corona Australis Coronae Australis CrA S Ptólmæos 150 44° N til 90° S 4,10 0 0 Kort
Suðurkrossinn Crux Crucis Cru S Plancius 1589 25° N til 90° S 0,77 4 5 Kort
Suðurþríhyrningurinn Triangulum Australe Trianguli Australis TrA S Bayer 1603 20° N til 90° S 1,91 3 4 Kort
Svanurinn Cygnus Cygni Cyg N Ptólmæos 150 90° N til 29° S 1,25 5 17 Kort
Sverðfiskurinn Dorado Doradus Dor S Bayer 1603 20° N til 90° S 3,27 0 2 Kort
Tranan Grus Gruis Gru S Bayer 1603 35° N til 90° S 1,74 2 6 Kort
Túkaninn (Piparfuglinn) Tucana Tucanae Tuc S Bayer 1603 15° N til 90° S 2,86 1 2 Kort
Tvíburarnir Gemini Geminorum Gem N Ptólmæos 150 90° N til 60° S 1,16 4 13 Kort
Úlfurinn Lupus Lupi Lup S Ptólmæos 150 35° N til 90° S 2,30 3 12 Kort
Vatnaskrímslið Hydra Hydrae Hya Sn Ptólmæos 150 55° N til 83° S 1,98 2 12 Kort
Vatnsberinn Aquarius Aquarii Aqr Sn Ptólmæos 150 65° N til 87° S 2,90 2 8 Kort
Veiðihundarnir Canes Venatici Canum Venaticorum CVn N Hevelíus 1690 90° N til 38° S 2,90 1 1 Kort
Vogin Libra Librae Lib S Ptólmæos 150 60° N til 90° S 2,61 2 7 Kort
Þríhyrningurinn Triangulum Trianguli Tri N Ptólmæos 150 90° N til 50° S 3,00 1 2 Kort
Ökumaðurinn Auriga Aurigae Aur N Ptólmæos 150 90° N til 34° S 0,08 5 9 Kort
Örin Sagitta Sagittae Sge N Ptólmæos 150 90° N til 70° S 3,51 0 2 Kort
Örninn Aquila Aquilae Aql N S Ptólmæos 150 78° N til 71° S 0,77 3 8 Kort
  1. Hljóðvarpstáknið táknar aðgreindan framburð á o-unum tveimur.

Sjá einnig[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]