Hringfarinn
Einn eða fleiri af höfundum þessarar greinar virðast eiga í nánum tengslum við umfjöllunarefni hennar. |
Kristján Gíslason einnig þekktur sem Hringfarinn ( f. 1956) er íslenskur kerfisfræðingur og ævintýramaður sem hefur ferðast um heiminn á mótórhjóli sínu. Hann varð fyrstur Íslendinga til að ferðast einn um heiminn á mótorhjóli. Tvær bækur hafa verið gefnar út um ferðir hans og einnig 15 heimildarþættir sem sýndir voru á RÚV.
Öll innkoma af bókunum rennur í styrktarsjóð Hringfarans og hafa Kristján og Ásdís Rósa Baldursdóttir, eiginkona hans, úthlutað 36 sinnum úr sjóðnum til ýmissa góðgerðarmála. Þar má nefna t.d. forvarnaverkefni gegn vímuefnanotkun ungmenna, Broskallaverkefnið í Eþíópíu (menntunarverkefni í Afríku, sjá: Tenglar), Vildarbarnasjóð Icelandair og Bandalag íslenskra skáta.
Störf og fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Kristján er menntaður kerfisfræðingur. Hann vann fyrir SÍS (Samband íslenskra samvinnufélaga) 1978-1985, rak sitt eigið fyrirtæki, Radíómiðun 1985-2013, en fyrirtækið seldi einkum siglinga- og fiskileitartæki og ýmiss konar fjarskiptatæki. Kristján hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja í gegnum árin og 2008-2012 var hann formaður skiptinemasamtakanna AFS á Íslandi.
Kristján er kvæntur Ásdísi Rósu Baldursdóttur (f. 1956), fv. kennara við Verzlunarskóla Íslands. Þau eiga þrjá syni: Gísla (f. 1981), Baldur (f. 1983) og Árna (f. 1989) og 5 barnabörn. Ásdís hefur hin síðari ár oft fylgt Kristjáni á mótorhjólaferðum hans og þá hefur Baldur nokkrum sinnum slegist með í för með föður sínum hluta af ferðunum. Hringfarinn hefur gefið út tvær bækur um ævintýraleg ferðalög sín. Þetta eru ríkulega myndskreyttar ferðasögur og rennur öll innkoma (100%) vegna sölu þeirra til góðgerðarmála. Þá hefur Kristján haldið fjölmarga fyrirlestra um ferðirnar og sagt sögu sína í ýmsum viðtölum og hlaðvarpsþáttum (sjá: Tenglar).
Ferðalög
[breyta | breyta frumkóða]Kristján ákvað að hlýða hvatningarorðum föður síns um að hætta aldrei að þora og lagði upp í hnattferð á mótórhjóli sínu árið 2014. Upphaflega var ætlunin að fara með öðrum mótorhjólamanni í leiðangurinn en sá hætti við og fór því Kristján einn og varði ferðalagið í 10 mánuði í stað þriggja. Hann hjólaði rétt um 48.000 kílómetra í gegnum 35 lönd í fimm heimsálfum. Hann fór síðar ásamt eiginkonu sinni í leiðangra um Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland og ýmis lönd í Evrópu.
Á árunum 2016-2023 fór fór Kristján í fleiri leiðangra á mótorhjólinu, m.a. til Rússlands, Hvíta-Rússlands, Miðausturlönd, 13 ríki Afríku, Færeyjar, Patagoniu í Suður Ameríku - og einnig um heimahéruð á Íslandi.
2014-2015:
Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Tékkland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland, Íran, Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), Óman, Indland, Nepal, Myanmar, Taíland, Malasía, Singapúr, Indónesía, Ástralía, Chile, Argentína, Perú, Ekvador, Kólumbía, Panama, Kosta Ríka, Níkaragva, Hondúras, El Salvador, Gvatemala, Mexíkó, USA.
2016:
Ísland, Spánn.
2017:
Ástralía, Nýja-Sjáland og Marokkó.
2018:
Bandaríkin: frá Washington DC til San Francisco. Ísland, Færeyjar, Danmörk, Þýskaland, Pólland, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Hvíta-Rússland, Slóvakía, Austurríki, Ungverjaland, Slóvenía, Króatía, Svartfjallaland, Albanía.
2019:
Grikkland, Ísrael, Jórdanía, Egyptaland, Súdan, Eþíópía, Kenía, Úganda, Rúanda, Kongó, Tansanía, Malaví, Zambía, Zimbabve, Botsvana, Lesótó, Suður-Afríka.
2020:
Ísland.
2021:
Ísland, Færeyjar, Svíþjóð, Danmörk, Noregur.
2022:
Chile, Argentína, Patagonia.
2023:
Japan.
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]2018 Hringfarinn, einn á hjóli í hnattferð/Sliding Through – Around the World on a Motorbike, Alone. 190 síðna bók, hundruðir mynda og 66 sögur.
2021 Andlit Afríku – Hringfarinn – Einn á ferð um Afríku (Faces of Africa, Hringfarinn - Alone on a Motorbike in Africa) 185 blaðsíðna ljósmyndabók, 23 sögur og QR-kóðar inn á 33 stutt myndbönd úr ferðinni.
Heimildamyndir
[breyta | breyta frumkóða]2019:
Hringfarinn – í kringum hnöttinn á mótorhjóli, 3 þættir.
2020:
Hringfarinn – Bandaríkin, 1 þáttur.
Hringfarinn – Rússland, 1 þáttur.
2022:
Hringfarinn – Á leið til Afríku (Evrópa, Miðausturlönd), 2 þættir.
Hringfarinn – Afríka, 3 þættir.
2023:
Hringfarinn – Ísland, 3 þættir.
2024:
Hringfarinn – Chile, Argentína (Patagonia), 2 þættir.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hringfarinn
- Sliding Through
- Háskóli Íslands - Broskallar vinna með Hringfaranum
- K100 - Kristján festist í Súdan og komst ekki úr landinu
- Hringfarinn styrkir íslenska skáta
- Með mótorhjóladellu á miðjum aldri - Lifðu núna
- Vísir - Kristján fyrstur í kringum hnöttinn einn á mótorhjóli
- Morgunblaðið - Enginn vill 58 ára skiptinema
- RÚV - Ég kom heim breyttur maður
- Lifðu núna - Að ferðast til að fræðast, en ekki fordæma
- Sex vikna ferð um Japan - mbl.is
- Snýst meira um ferðalagið sjálft (ferð um Ísland) - mbl.is
- Hringferðin í kringum jörðina - Snorri Björnsson, hlaðvarpsviðtal
- Ferðin um Suður Ameríku - Snorri Björnsson, hlaðvarpsviðtal
- Ekki vera fullkomin! - Snorri Björnsson, hlaðvarpsviðtal
- Ég klökkna enn þegar ég hugsa um þau - Sölvi Tryggvason, hlaðvarpsviðtal
- On two wheels around the world - Andy Duke (BMW), hlaðvarp
- Minning um pabba - Sirrý Arnardóttir, hlaðvarpsviðtal
- Hafa safnað 22 milljónum á mótorhjólaferðalögum - útvarpsviðtal RÚV 2023